Álfheimar 68 - 77.500.000 kr - 148,0 ferm. - 5 herbergi

Fjölbýlishús - 104 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Ef enginn er bókaður fyrir kl. 18:00 mánudaginn 11. desember fellur opna húsið niður.

*** Sölusýning verður í Álfheimum 68, þriðjudaginn 12. desember kl. 17:00-17:30. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali tekur á móti gestum og veitir nánari upplýsingar í síma: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is.*** 


SMELLIÐ HÉR TIL AРBÓKA TÍMA Í SÖLUSÝNINGU OG SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR ÁLFHEIMA 68. Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign.

Ef enginn er bókaður fyrir kl. 18:00 mánudaginn 11. desember fellur opna húsið niður.

4ra herbergja íbúð á efstu hæð með risi og útleiguherbergi í kjallara við Álfheima 68, 104 Reykjavík. Íbúðin er endaíbúð sem gerir hana bjartari og nýtist hún mjög vel. Eldhús var endurnýjað fyrir nokkrum árum. 2015 var húsið allt málað að utan og 2019 voru lagnir undir húsinu endurnýjaðar. Einnig var skipt um gler í stofu og eldhúsi 2017. Íbúðin er björt og vel skipulögð með stóra glugga.  Eignin er skráð 148,0 fm og skiptist þannig að hæðin er 103,3, risið 15 fm, íbúðarherbergið í kjallara 15,2 fm, sérgeymsla í sameign er 14,5 fm og að auki er geymsluris yfir íbúðinni.

FASTEIGNAMAT 2024 VERÐUR 80.300.000 KR.Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni

Lýsing eignar:
Gengið er inn um sameiginlegan inngang og komið inn í hol með parketi og skápum. Eldhús og stofa er opið rými. Eldhúsinnrétting er nýlega endurnýjuð með L-laga með neðri skápum, flísar á vegg og gólfi. Innaf eldhúsi er þvottahús með flísum á gólfi, hillum og snúrum. Stofan er með parketi á gólfi og gengið út á suðursvalir með frábæru útsýni. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, upphengt salerni, ljós innrétting og gluggi. 2 svefnherbergi eru á hæðinni. Barnaherbergi er mjög rúmgott (var áður 2) með parketi á gólfi. Hjónaherbergi er með kókósteppi á gólfi og föstum skápum, útgengt á svalir þar sem hægt er að njóta morgunsólarinnar. Gengið upp stiga upp í ris. Þar er mjög rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi og einnig er geymsla í risinu. Innaf herbergi er holrými sem mætti nýta til að stækka það ennfremur.
Í sameign er stór sérgeymsla. Rúmgott íbúðarherbergi sem hefur verið nýtt í útleigu. Herbergin í kjallaranum hafa aðgang að 2 baðherbergjum með sturtu og þvottahúsi. Einnig hjóla og vagnageymsla.

Staðsetningin er með þeim betri á höfuðborgarsvæðinu:
Íbúðin er staðsett við hliðina á Laugardalnum með öllum sínum möguleikum og þjónustu. Stutt er í grunn- og framhaldsskóla. Líkamsræktarstöðin Hreyfing er í göngufæri sem og Skeifan og Fáka- og Faxafen með öllum sínum verslunum og þjónustu.  3 Bónusverslanir eru í göngufæri.  Mjög mikið af hjóla- og gönguleiðum í allar áttir og ekki nema nokkrar mínútur að hjóla eða hlaupa upp í Elliðadalinn.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is 

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

148,0 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýlishús
Verð 77.500.000 kr
Áhvílandi 0 kr
Fasteignamat 70.350.000 kr
Brunabótamat 63.600.000 kr
Stærð 148,0 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1961
Lyfta nei
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður
Greiðslubyrði* 325.500 kr
Útborgun** 15.500.000 kr
Skráð 06.10.2023

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)