Kleppsvegur 134 - 38.500.000 kr - 38,9 ferm. - 1 svefnherbergi

Fjölbýlishús - 104 Reykjavík

Lýsing eignar

EIGNIN ER SELD

Böðvar Reynisson löggiltur fasteignasali sýnir eignina - s. 766-8484 eða bodvar@husaskjol.is 

Hugguleg, vel skipulögð og björt stúdíóíbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi sem hefur fengið gott viðhald. Frábært útsýni frá stofu og af suð- austur svölum. Svefnaðstaða, eldhús og stofa eru stúkuð af. Stutt er í alla þjónustu s.s. grunnskóla, leikskóla, Menntaskólann við Sund, Holtagarða og fjölda verslana, afþreyingu og þjónustu. Verið er að safna í hússjóð upp í endurnýjun á skolplögnum og neysluvatnslögnum. Seljandi greiðir hlut eignarinnar í kostnaðinum sem hlýst af framangreindum framkvæmdum. Húsfélagsgjöld kaupanda verða því mun lægri en kemur fram í yfirlýsingu húsfélags.

Skipting eignar:
Íbúð: 36,4m²
Sérgeymsla: 2,5m²

Alrými sem samanstendur af svefnaðstöðu, eldhúsi, stofu og forstofu, parket á gólfi og útgengt á suð- austursvalir. Frábært útsýni suð- austur yfir borgina. Parket er á gólfi alrýmis. 
Forstofuhol, með forstofuskáp. 
Svefnaðstaðan er á hægri hönd frá inngangi íbúðar, stúkuð af með fataskápum sem annarsvegar opnast að, og tilheyra forstofu, og hins vegar opnast að og tilheyra svefnrými. 
Stofan er nokkuð rúmgóð og björt með góðu útsýni í suð- austur. Stofan er aðskilin eldhúsi með vegg á milli rýma sem gerir nýtingu rýmanna góða. Gengt er út á suð- austur svalir frá stofu. 
Eldhúsið er ílangt meðfram stofu, með góðri eldri innréttingu með góðu skápaplássi og borðkrók. 
Baðherbergi á vinstri hönd frá forstofuholi, flísalagt með baðkari, salerni, ofni, handlaug og vegghengdum skáp. 
Sérgeymsla er í sameign. 2,5m²
Þvottahús, hjóla og vagnageymsla eru í sameign.

Viðhald og endurbætur síðustu ár og misseri skv. seljanda:

Skipt var um dúk á þaki árið 2017
Skipt var um glugga og svalahurð árið 2015
Hús var sprunguviðgert og málað árið 2017
Skipt var um klósett og vask og gólf flísalagt á baðherbergi fyrir u.þ.b. 10 árum. 
Blöndunartæki á baði endurnýjuð 2024.

Viðhald og endurbætur framundan skv. seljanda og yfirlýsingu húsfélags:

Þvottahús í sameign verður málað í hólf og gólf 2024, búið er að fá tilboð í verkið og verður verkið greitt úr hússjóði. 
Verið er að safna í hússjóð vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar á skólplögnum og vatns- og frárennslislögnum, sjá nánarí yfirlýsingu húsfélags og öðrum gögnum frá húsfélagi. Seljandi greiðir hlut íbúðarinnar í framangreindum framkvæmdum og lækka því húsfélagsgjöldin umtalsvert eða sem viðbótar framkvæmdarsjóðsgjaldinu nemur. 

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

38,9 m2 1 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýlishús
Verð 38.500.000 kr
Fasteignamat 33.350.000 kr
Brunabótamat 20.700.000 kr
Stærð 38,9 fermetrar
Herbergi 1
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 1967
Lyfta
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður nei
Skráð 07.06.2024

Deila eignPin it