Suðurvangur 2 - 70.900.000 kr - 118,0 ferm. - 4 herbergi

Fjölbýlishús - 220

Lýsing eignar

***NÝTT Á SKRÁ-SELJANDI SKOÐAR SKIPTI Á MINNI EIGN***

Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Rúmgóða og vel skipulagða 4 herbergja endaíbúð á annarri hæð, með þremur svefnherbergjum. Íbúðin er skráð samtals 118,5 fm og  þar af er 5,8 fm sér geymsla í sameign.  

VINSAMLEGAST SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í OPIÐ HÚS OG FÁ SENDAN UPPLÝSINGABÆKLNING

Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698 9470, netfang: johanna@husaskjol.is 

Nánari lýsing á eign:
Komið inn í rúmgott miðrými sem notað er í dag sem sjónvarpshol, parket á gólfi og upprunalegur fataskápur. Eldhúsið er með hvítri innréttingu með efri-og neðri skápum og borðkrók, ofn í vinnuhæð, keramikhelluborð og nýlegt harðparket á gólfi, innaf borðkrók er rúmgott þvottahús/búr sem er með dúk á gólfi. Stofan er rúmgóð og björt með gluggum á tvo vegu, útgengi út á vestursvalir og parket á gólfi. Á svefnherbergisganginum er baðherbergi sem er endurnýjað, flísalagt í Í hólf og gólf, vaskur og baðkar með sturtu og glerskilrúmi og góðum opnanlegum glugga. Hjónaherbergið er með góðum upprunalegum fataskápum og harðparketi á gólfi, barnaherbergin eru tvö og er annað með upprunalegum svörtum fataskápum og harðparket er á gólfum.
Í sameign er sameiginleg hjóla og vagnageymsla og sér rúmgóð geymsla.

Hér er um að ræða rúmgóða og vel skipulagða 4ja herbergja íbúð á góðum stað í Hafnarfirðinum þar sem stutt er í leik-og grunnskóla, ýmis konar verslun og þjónustu og góðar samgönguleiðir. Búið er að endurnýja alla glugga og svalahurð í íbúðinni.

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698 9470, netfang: johanna@husaskjol.is
 

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

118,0 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýlishús
Verð 70.900.000 kr
Fasteignamat 66.100.000 kr
Brunabótamat 52.400.000 kr
Stærð 118,0 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1969
Lyfta nei
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður nei
Skráð 18.06.2024

Upplýsingabæklingur

Deila eignPin it