Háagerði, 108 Reykjavík (Austurbær)

Tegund: Hæð Inngangur: Sameiginlegur
Stærð: 80 m2 Byggingaár: 1961
Herbergi: 4 Lyfta: Nei
Stofur: 1 Fasteignamat: 38.950.000 ISK
Svefnherbergi: 3 Brunabótamat: 22.750.000 ISK
Baðherbergi: 1 Áhvílandi 0 ISK
Verð: 41.500.000
Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI. MIKILL ÁHUGI VAR FYRIR EIGNINNI OG VANTAR OKKUR ÞVÍ FLEIRI SAMBÆRILEGAR EIGNIR Í SÖLUMEÐFERÐ, SENDU MÉR LÍNU Á [email protected] EÐA HAFÐU SAMBAND Í SÍMA Í 894-1976 FYRIR SKULDBINDINGALAUSA RÁÐGJÖF ***

Falleg 4ra herbergja íbúð í þríbýli, sameiginlegur inngangur með risi, útgengt úr stofu í stóran garð, stærð eignar er 80.7 fm.


Lýsing eignar:
Gengið er inn í sameiginlega forstofu með risi, flísar á gólfi og fatahengi. Þaðan er komið inn í hol og frá holinu er gengið inn í allar vistarverur íbúðarinnar. Eldhús er með góðri hvítri innréttingu, mjög fallegt útsýni í átt að Esju. Innaf eldhúsi er gengið inn í svefnherbergi sem er á teikningu borðstofa. Tvö önnur góð svefnherbergi. Stofan er rúmgóð og frá henni er gengið út á svalir með tröppum niður í mjög stóran garð. Nýtt harðparket er á allri íbúðinni nema baðherbergi. Baðherbergi er með glugga, flísalagt í hólf og gólf, flísalögð sturta. Geymsla á jarðhæð fylgir íbúðinni.  Þvottahús í sameign.

Endurbætur:
2018 nýjar flísar á forstofu / þakrennur endurnýjaðar
2017 handrið á útitröppum endurnýjað / þakrennur endurnýjaðar / gólf flotuð, nýtt harðparket og hurðar
2015 gluggar endurnýjaðir að hluta / ný hurð og gluggar í sameign.
2003 skólp og dren endurnýjað

Staðsetning og nærumhverfi
Einfaldlega stutt í allar áttir. Mjög miðsvæðis og stutt í Skeifuna,  Kringluna, Borgarleikhúsið, Versló. Heilsugæslan er í Efstaleiti, ásamt þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Á Háaleitisbraut er verslunarkjarni með matvöruverslun, bakaríi, hárgreiðslustofu og apótek. Skólar í göngufæri eru grunnskólarnir Breiðagerðisskóli og Réttarholtsskóli og leikskólinn Jörfi, en 5 grunnskólar eru í hverfinu og 9 leiksskólar. Mjög gott útivistarsvæði er í hverfinu sem og íþróttastarf í Fossvoginum og Elliðarárdalnum.

Samantekt
Mjög spennandi mikið endunýjuð eign á góðum stað.

Allar nánari upplýsingar veitir Auðun Ólafsson, löggiltur fasteignasali í email: [email protected] eða í síma: 894-1976

 

 


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum?  Pantaðu frítt sölumat og skoðaðu kaupendaskrána okkar.
Ertu í eignaleit?                 Skráðu þig á kaupendalistann okkar.


Kíktu á Húsaskjól á facebook.
Kíktu á heimasíðu Húsaskjóls.