Háteigsvegur 3 - 39.700.000 ISK

fjölbýlishús - 105 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

FASTEIGNAMAT 2020 VERÐUR 40.200.000 KRÓNUR

Mjög fín 2ja herbergja íbúð á 1.hæð við Háteigsveg 3. Gengið er bakatil í húsinu.

Íbúðin er skráð 71,3 fm, geymsla í sameign er skráð 7 fm. Heildarstærð eignar er skráð 78,3 fm.
Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni

Lýsing eignar:

Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Eldhús, borðstofa og stofa er opið rými. Eldhús er með l-laga innréttingu með efri skápum á einum vegg og flísum á gólfi. Borstofa er með flísum á gólfi. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi. Svefnherbergi er með parketi á gólfi og fataskáp. Baðherbergi er með flísum á gólfi og upp 3/4 vegg, baðkar, upphengt salerni og innrétting með vaski. Þvottahús er innan íbúðar með flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og hillum.
Staðsetning og nærumhverfi:
Mjög stutt í miðbæinn. Kjarvalsstaðir og Klambratún eru í göngufæri. Kjarvalsstaðir eru með gott kaffihús. Klambratún er með stærri almenningsgörðum í Reykjavík og gefur hverfinu mikið líf. Þar er hægt að spila körfubolta, fótbolta frisbígolf, þar er leikvöllur fyrir yngstu börnin og sérstaklega á sumrin er mjög mikið líf í garðinum. Það er stutt í Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Stutt er í Landspítalinn við Hringbraut. Hallgrímskirkja, Tækniskólinn og Austurbæjarskóli eru í göngufæri. Einnig er Háteigsskóli og Ísaksskóli í göngufæri. Mikið úrval er af leiksskólum í miðbænum og í Hlíðunum. Sundhöll Reykjavíkur er í göngufæri, sem er nýlega uppgerð. Einnig er Mathöllin á Hlemmi í göngufæri.
Samantekt:
Mjög fín eign, miðsvæðis og stutt í allt

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

78,3 m2 1 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 39.700.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 36.250.000 ISK
Brunabótamat 23.300.000 ISK
Stærð 78,3 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 1978
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 166.740 ISK
Útborgun** 7.940.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)