Engihjalli 1 - 36.400.000 ISK

fjölbýlishús - 200 Kópavogur

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Mjög fín og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi við Engihjalla 1. Íbúðin er skráð 78,1 fm auk þess sem er sérgeymsla í sameign.
Glæsilegt útsýni og stutt í helstu þjónustu.

Lýsing eignar:
Komið er inn í hol með parketi á gólfi og góðum skáp. Barnaherbergi er með parketi og fataksáp. Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og fataskápum, útgengt á svalirnar. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með baðkari/sturtu, nýleg innrétting. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi og útgengt út á rúmgóðar svalir með góðu útsýni. Eldhús er með nýlegri innréttingu á tveimur veggjum, með efri og neðri skápum, granít borðplata, flísar á gólfi, nýleg uppþvottavél og nýlegur tvöfaldur ísskápur fylgir. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni þar sem hver íbúð er með sína þvottavél og þurrkara. Sér geymsla í sameign á jarðhæð sem er ekki inn í uppgefnum fermetrum. Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni.

Hafnar eru framkvæmdir hjá húsfélaginu á viðgerðum utanhúss sem seljandi greiðir fyrir en í þessari íbúð verður skipt t.d. skipt um alla glugga. Suðurhlið hússins verður klædd og farið í múrviðgerðir og málun á öðrum hliðum. Ný svalahandrið verða sett á allar svalir úr áli og gleri. Skipt verður um járn á þaki. Eftirlitsaðili með framkvæmdunum er verkfræðistofan Verksýn.

Staðsetning og nærumhverfi:
Stutt í helstu þjónustu, hinu megin við götuna er verslunin Iceland, Snyrtistofan Rós, hárgreiðslustofa, Brynjuís, Viking Kebab, Bar og fleira. Hverfisskólinn er Álfhólsskóli og leiksskólar í nágrenninu eru Álfaheiði, Efstihjalli, Fagrabrekka, Kópahvoll, en í Kópavogi eru 23 leiksskólar. Stutt er í náttúruna í Elliðaárdal sem er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Góður reiðhjóla og göngustígur liggur frá Elliðaárdal, í gegnum Fossvogsdalinn sem er á milli Kópavogs og Fossvogs, og liggur t.d niður í Nauthólsvík. Stutt er í ýmsa þjónustu á Smiðjuvegi, Dalvegi, Nýbýlavegi, Hamraborg, Smáratorgi og Smáralind.

Samantekt:
Fallegt vel staðsett íbúð þar sem stutt er í alla þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Auðun Ólafsson löggiltur fasteignasali í email: audun@husaskjol.is eða í síma: 894-1976


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat og skoðaðu kaupendaskrána okkar.
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar.


Kíktu á Húsaskjól á facebook.
Kíktu á heimasíðu Húsaskjóls.

78,1 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 36.400.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 30.450.000 ISK
Brunabótamat 24.750.000 ISK
Stærð 78,1 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1978
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 152.880 ISK
Útborgun** 7.280.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)