Baugakór 32 - 69.900.000 ISK

hæð - 203 Kópavogur

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** BAUGAKÓR 32 SELDIST Á EINU OPNU HÚSI OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI EN EINGÖNGU 11% AF EIGNUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SELJAST Á INNAN VIÐ 30 DÖGUM. ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM. KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ ERUM AÐ GERA, SENDU MÉR LÍNU Á ASDIS@HUSASKJOL.IS EÐA Í SÍMA: 863-0402 OG PANTAÐU SKULDBINDINGALAUSA RÁÐGJÖF ***

MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI OG ERU ÁHUGASAMIR KAUPENDUR Á LISTA:
7 KAUPENDUR AÐ SAMBÆRILEGRI EIGN
3 KAUPENDUR AÐ 4RA-5 HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR.

ERTU AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGRI ÍBÚÐ. HEYRÐU Í OKKUR MEÐ AÐ SKRÁ ÞIG Á KAUPÓSKALISTANN OKKAR OG VERA FYRSTUR TIL AÐ FRÉTTA AF DRAUMAEIGNINNI.

Opin og vel skipulögð 4 herbergja efri sérhæð með sérinngangi við Baugakór 32. Íbúðin er skráð 153,6 fm og er geymsla innan íbúðar.
Virkilega rúmgóð og björt íbúð, frábært útsýni.

Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni
Smelltu hér til að sjá staðsetningu á eigninni


Lýsing eignar:

Gengið inn um sérinngang og komið inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Geymsla innaf forstofu, flísar á gólfi og gluggi. Eldhús, borðstofa, stofa og sjónvarpshol er rúmgott opið rými, frábært fjölskyldurými. Eldhús er með innréttingu á einum vegg auk eyju, flísar á gólfi, gengið út á L-laga svalir með fallegu útsýni. Stofan, borðstofan og sjónvarpsholið eru með parketi á gólfi, gluggatjöld í stofu og alrými eru Lúmaflex frá Nútíma. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, bæði baðkar og sturta, hvít innrétting, innaf baðherbergi er þvottahús með flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, handklæðaofn og vaskur, lokað á milli rýma með rennihurð. 4 svefnherbergi, öll rúmgóð með fataskápum og parketi á gólfi.

Staðsetning og nærumhverfi:
Frábær staðsetning og ýmislegt í boði í fallegu umhverfi. Íþróttamiðstöðin Kórinn er skammt frá þar sem HK býður upp á ýmisskonar íþróttaiðkun. Hörðuvallaskóli er í göngufæri sem og 2 leikskólar í Baugakór, Baugur og Kór, einnig er leikskólinn Austurkór í Kórahverfi. Stutt er í íþróttamiðstöðina Versali þar sem hægt er að fara í sund í Salalauginni og einnig er Gerpla með æfingaaðstöðu fyrir fimleika. Krónan er í Vallakór og einnig er þjónustukjarni í Ögurhvarfi þar sem er t.d. Bónus, WorldClass og Reebok. Þjónustukjarni er við hliðina á Salalaug þar sem er Heilsugæslustöð, Apótek og Nettó Matvöruverslun, einnig er stutt í Smáralind og Smáratorg. Fyrir útivistina er einnig fjölmargt í boði. Heiðmörkin með öllum sínum útivistarmöguleikum er rétt handan við hornið, Vatnsendavatn og Elliðvatn í göngufæri sem og golfvöllur GKG, einnig er Guðmundarlundur þarna skammt undan.

Samantekt:
Björt og falleg íbúð með góðu útsýni á mjög góðum stað í Kópavogi

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma 863-0402


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat og skoðaðu kaupendaskrána okkar.
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar.


Kíktu á Húsaskjól á facebook.
Kíktu á heimasíðu Húsaskjóls.

153,6 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 69.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 54.150.000 ISK
Brunabótamat 50.200.000 ISK
Stærð 153,6 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 2007
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 293.580 ISK
Útborgun** 13.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)