Hraunbær 6 - 40.800.000 ISK

fjölbýlishús - 110 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** HRAUNBÆR 6 SELDIST Á EINU OPNU HÚSI OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI EN EINGÖNGU 11% AF EIGNUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SELJAST Á INNAN VIÐ 30 DÖGUM. ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM. KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ ERUM AÐ GERA, SENDU MÉR LÍNU Á ASDIS@HUSASKJOL.IS EÐA Í SÍMA: 863-0402 OG PANTAÐU SKULDBINDINGALAUSA RÁÐGJÖF ***

MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI OG ERU ÁHUGASAMIR KAUPENDUR Á LISTA:
10 KAUPENDUR AÐ SAMBÆRILEGRI EIGN
3 KAUPENDUR AÐ SÉRBÝLI

ERTU AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGRI ÍBÚÐ. HEYRÐU Í OKKUR MEÐ AÐ SKRÁ ÞIG Á KAUPÓSKALISTANN OKKAR OG VERA FYRSTUR TIL AÐ FRÉTTA AF DRAUMAEIGNINNI.
Á besta stað í Árbænum – Fjölskylduvænt og gróið hverfi sem heillar

Smelltu hér til að sjá eignamyndband um Hraunbæ 6


Á fjölskylduvænum stað í Árbænum er þessi snotra og fína íbúð til sölu við Hraunbæ 6. Hverfið er gróið og fallegt og góðir skólar til staðar. Stutt er út í náttúruna og allt til alls. Staðsetningin er einstaklega góð með tilliti til þjónustu og samgönguleiða. Íbúðin er mjög vel skipulögð og hentar vel fyrir fjölskyldur. Komið er inn í bjarta forstofu sem er flísalögð með góðum fataskáp. Stofan er rúmgóð og skipulagið nýtist vel. Parket prýðir gólfið og stórir gluggar gefa rýminu góða birtu. Fallegt útsýni blasir við út um stofugluggann sem gleður augað. Útgengi er á rúmgóðar og flísalagðar svalir sem er mikill kostur.

Eldhúsið er ílangt með fallegri viðareldhúsinnréttingu á tveimur veggjum og skápaplássið er mjög gott. Sterkur og snotur korkur er á gólfi en korkur er að koma mjög sterkur inn aftur. Huggulegur borðkrókur við glugga prýðir eldhúsið.

Á svefnherbergisganginum eru þrjú herbergi, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Svefnherbergisgangurinn er stílhreinn með harðparketi og nýtur sín vel. Herbergin eru vel skipulögð, annað barnaherbergið er með fataskáp með rennihurðum og í hjónaherberginu er rúmgóður fataskápur sem nýtist vel. Í hjónaherbergi er einnig útgengi út á svalir.

Stílhreint baðherbergi fylgir eigninni, sem er flísalagt með hvítum flísum með góðri útkomu. Baðkar og viðarinnrétting er á baðherbergi og gluggi sem er mikill kostur.

Eigninni fylgir jafnframt herbergi í sameign sem hefur verið í útleigu í langan tíma. Herberginu fylgir afnot af sameiginlegu salerni án sturtu. Einnig fylgir eigninni sérgeymsla á sameign sem er ekki í skráðum fermetrum. Á sameign er jafnframt sameiginlegt þvottahús (allir með sína vél), hjólageymsla og geymslurými. Skýrar aðgengisreglur eru til staðar og allir íbúar eiga sinn afnota flöt í þvottahúsi.

Tengi fyrir rafmagnsbíl á bílaplani er fyrir þessa íbúð.

Húsið hefur fengið gott viðhald: 2018 var þakið endurnýjað, verið er að endurnýja dren sem seljandinn greiðir, húsið er klætt að utan, dregið var nýtt rafmagn í íbúðina 2012.

Árbærinn er eitt að perlum Reykjavíkurborgar, gamalt gróið og fjölskylduvænt hverfi þar sem alla grunnþjónustu, leik- og grunnskóla er að finna ásamt verslunum og veitingastöðum af ýmsu tagi. Íþróttafélagið Fylkir heldur úti öflugu íþróttastarf í Árbænum og er mikil gróska þar á bæ. Árbæjarlaugin er rómuð fyrir að vera ein besta sundlaug landsins og veðurfar í Árbænum er hið besta. Stutt er í Víðidalinn fyrir hestaáhugamenn og stutt er í alla útivistarhreyfingu, náttúruhlaup, fjalla- og skíðagöngur, eða hvað eina sem hugurinn girnist.
Í nánd er meðal annars Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Einnig er stutt í Heiðmörk, Bláfjöll, Rauðavatn og fleiri útivistarstaðir sem laða að. Vert er að minnast á Árbæjarsafnið þar sem við getum fengið sögu og menningu okkar Íslendinga beint í hæð. Árbærinn laðar til sín unga sem aldna og hér líður fjölskyldum vel.

Íbúðin er til sölu hjá Fasteignasölunni Húsaskjól og er 117,6 fermetrar að stærð (íbúðin er 104,4 fm, íbúðaherbergið er 13,2 fm og að auki sérgeymslan sem er óskráð).

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í sima: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

117,6 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 40.800.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 39.250.000 ISK
Brunabótamat 37.610.000 ISK
Stærð 117,6 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1966
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 171.360 ISK
Útborgun** 8.160.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)