Lautasmári 20 - 51.900.000 ISK

fjölbýlishús - 201 Kópavogur

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** OPIÐ HÚS Í LAUTASMÁRA 20 ÞRIÐJUDAGINN 18.JÚNÍ KL 19:30-20:00. ÁSDÍS ÓSK LÖGGILTUR FASTEIGNASALI TEKUR Á MÓTI GESTUM OG VEITIR NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA: 863-0402 EÐA EMAIL: ASDIS@HUSASKJOL.IS***

4ra herbergja íbúð á jarðhæð með palli og stæði í bílakjallara. Eignin er 97.6 fm.
Að auki fylgir eigninni merkt stæði í lokuðu bílahúsi.


Smelltu hér til að skoða myndband af eigninni

Lýsing eignar:
Komið er inn í andyri með hvítum fataskáp og harðparketi. 3 svefnherbergi, öll með harðparketi og hjónaherbergi með skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar og innrétting og tengi fyrir þvottavél og þurrkara (einnig er sameiginlegt þvottahús í sameign). Eldhús er með u-laga innréttingu, efri og neðri skápum, flísum á gólfi. Stofan er rúmgóð með harðparketi og útgengt á stóran sólpall.
Sameign: hjóla-og vagnageymsla. Þvottahús þar sem hver er með sína vél og sérgeymsla.
Sérstæði í lokuðu bílahúsi fylgir eigninni, skráð á sér fastanúmer.


Staðsetning og nærumhverfi:
Það er mjög stutt í alla þjónustu, skóla, leiksskóla og íþróttir. Smáraskóli er hverfisskólinn, Fífan er íþróttamiðstöð, þar sem hægt að er stunda fótbolta, körfubolta og frjálsar íþróttir, svo er Breiðablik með mjög gott úrval af íþróttum. Svo er Sporthúsið á sama stað. Mjög stutt er í Smáralindina, Smáratorg þar sem hægt er að finna margar verslanir eins og Hagkaup, Bónus, læknavaktina, Bakarí og fleira. Einnig er stutt í Krónuna og Elko. Menntaskólinn í Kópavogi er í grenndinni. Kópavogsbær rekur 19 leiksskóla auk þess er 2 þjónustureknir og 2 einkareknir leiksksólar í bæjarfélaginu. Ennfremur er Kópavogsdalurinn með öllum sínum útivistarmöguleikum í göngufæri.

Samantekt:
Vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérpalli og stæði í bílahúsi.


Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma: 863-0402


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

113,1 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 51.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 43.369.000 ISK
Brunabótamat 35.270.000 ISK
Stærð 113,1 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1996
Lyfta nei
Bílskúr
Greiðslubyrði* 217.980 ISK
Útborgun** 10.380.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)