Hraunbær 198 - 42.900.000 ISK

fjölbýlishús - 110 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Sveit í borg á fjölskylduvænum stað - Hraunbær 198

FASTEIGNAMAT 2020 VERÐUR 43.600.000 KRÓNUR

Smelltu hér til að skoða eignamyndband af Hraunbæ 198

Á fjölskylduvænum stað í Árbænum er þessi huggulega og fína eign, á þriðju hæð í fjölbýlishúsi til sölu, Hraunbæ 198. Árbærinn er fallegt og gróið hverfi og góðir skólar til staðar. Stutt er út í náttúruna, og má segja að þetta sé sveit í borg og allt til alls. Staðsetningin er einstaklega góð með tilliti til þjónustu og samgönguleiða. Eignin er mjög vel skipulögð og hentar vel fyrir fjölskyldufólk.

Gengið er inn í rúmgóða forstofu sem er flísalögð með fataskáp og fatahengi, ásamt litlum skápi sem nýtist fyrir útidót. Í framhaldinu er parketlagt og rúmgott hol með fataskáp og beint í framhaldi er snotur stofa með parketi á gólfum og stórum glugga gefa rýminu góða birtu. Útgengi er á yfirbyggðar og flísalagðar svalir sem stækka eignina til muna. Búið er að stúka af tvö herbergi í stofunni þannig að í heildina eru 5 svefnherbergi í eigninni en einnig lítið mál að taka niður og stækka stofuna aftur.
Eldhúsið er ílangt með dökkri, nýlegri viðarinnréttingu með silfurlituðum höldum á tveimur veggjum og skápaplássið er mjög gott. Slitsterkur og stílhreinn dúkur á gólfi. Huggulegur borðkrókur við glugga prýðir eldhúsið.
Á svefnherbergisganginum eru þrjú herbergi, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Svefnherbergisgangurinn er stílhreinn með plastparketi og nýtur sín vel. Herbergin eru vel skipulögð, öll með plastparketi og hjónaherbergið með skápum. Stílhreint og einfalt baðherbergi fylgir eigninni, sem er flísalagt með hvítum flísum á veggjum og gráum á gólfi með góðri útkomu. Baðkar og ágætis innrétting í hvítum lit er á baðherbergi og gluggi sem er mikill kostur. Um er að ræða huggulega eign sem býður upp á fjölmarga möguleika fyrir nýja eigendur.

Árbærinn er ein af perlum Reykjavíkurborgar, gamalt gróið og fjölskylduvænt hverfi þar sem alla grunnþjónustu, leik- og grunnskóla er að finna ásamt verslunum og veitingastöðum af ýmsu tagi. Íþróttafélagið Fylkir heldur úti öflugu íþróttastarf í Árbænum og er mikil gróska þar á bæ. Árbæjarlaugin er rómuð fyrir að vera ein besta sundlaug landsins.. Stutt er í Víðidalinn fyrir hestaáhugamenn og stutt er í alla útivistarhreyfingu, náttúruhlaup, fjalla- og skíðagöngur, eða hvað eina sem hugurinn girnist.
Í nánd er meðal annars Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Einnig er stutt í Heiðmörk, Bláfjöll, Rauðavatn og fleiri útivistarstaðir sem laða að. Vert er að minnast á Árbæjarsafnið þar sem við getum fengið sögu og menningu okkar Íslendinga beint í hæð. Árbærinn laðar til sín unga sem aldna og hér líður fjölskyldum vel.

Eignin er til sölu hjá Fasteignasölunni Húsaskjól og er 119,9 fermetrar að stærð og þarf af er geymslan 5,1 fermetri.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í síma: 863-0402 eða í email: asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

119,9 m2 5 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 42.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 40.950.000 ISK
Brunabótamat 35.850.000 ISK
Stærð 119,9 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 1
Byggingarár 1967
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 180.180 ISK
Útborgun** 8.580.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)