Goðheimar 6 - 44.900.000 ISK

hæð - 104 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli!
Mikill áhugi var á eigninni, og vantar því sambærilegar eignir á skrá.

Björt og falleg 3 herbergja sérhæð í grónu og fjölskylduvænu hverfi.
AUÐVELT AÐ STÚKA AF AUKA SVEFNHERBERGI
Smelltu hér til að sjá eignamyndband fyrir eignina

Bókið skoðun með tölvupósti: olafur@husaskjol.is, eða í síma: 866-4423.

FASTEIGNAMAT 2020 VERÐUR 43.000.000 KR.

Lýsing eignar:

Þessi fallega sérhæð á efstu hæð í fjórbýli stendur við Goðheima 6 í Vogahverfinu. Húsið er vandað og reisulegt í funkísstíl og sómir sér afar vel í þessu gróna og veðursældarhverfi. Aðkoman er mjög snyrtileg og lóðinni er vel við haldið. Hverfið er rómað fyrir að vera fjölskylduvænt og vel staðsett með tilliti til þjónustu og afþreyingar. Í hverfinu er að finna leik, grunn- og framhaldsskóla sem er mikill kostur fyrir fjölskyldur.

Gengið er inn á hæðina í sameiginlegum inngangi, upp teppalagðan stiga í sameign. Handriðið er úr fallegu smíðajárni frá gamla tímanum sem fangar augað og er algjör nostalgía. Á pallinum þegar upp er komið er góður fataskápur með marabou viðarhurðum. Þegar gengið er inn í forstofuna tekur við vandað marabou parket sem prýðir gólfin á hæðinni fyrir utan baðherbergisgólfið.

Eldhúsið er vel búið innréttingum, bæði með skápum og skúffum þar sem hvíti liturinn er í forgrunni á móti rauðbrúnum viðarlit sem tónir vel við marabou parketið sem prýðir gólfið. Borðplatan er grá og brýtur upp litapallettuna á skemmtilegan hátt. Eldhúsið er ílangt með innréttingum sem eru u-laga og nýtast vel.

Á hæðinni eru tvö svefnherbergi, barnaherbergi og hjónaherbergi. Barnaherbergið er lítið og hugglegt með parketi á gólfi. Hjónaherbergið er ágætlega rúmgott og vel skipulagt. Góðir skápar með marabou viðarhurðum fylgja herberginu og parketið á gólfinu er auðvitað í stíl.

Stofan er björt og rúmgóð, þar sem stórir gluggar gefa rýminu lit og útsýnið er fallegt yfir bæði Laugardalinn og Esjuna. Skipulagið er gott og rýmið nýtist vel. Útgengi er á vandaðar, flísalagðar svalir með einstaklega fallegu útsýni sem fangar augað.

Hvíti liturinn einkennir baðherbergið þar sem hvít innrétting er í forgrunni ásamt hvítum flísalögðum veggjunum og góðum handklæðaofni. Grár tónn er í flísum á gólfi sem kemur vel út. Þar má einnig finna baðkar með sturtu. Hægt er að vera með þvottavél inni á baðherberginu ef vilji er fyrir því.

Hæðinni fylgir óskráð geymsla undir stiga sem kemur sér afar vel fyrir húsráðendur. Einnig er sameiginlegt þvottahús í kjallara þar hver og ein íbúð er með sína vél og snúrur.

Húsið er byggt árið 1961 og hæðin er 85,2 fermetrar að stærð. Hæðin er til sölu hjá fasteignasölunni Húsaskjól og nánari upplýsingar veitir Ólafur Þorri Árnason Klein nemi í löggildingu fasteignasala í síma 866-4423 eða í gegnum tölvupóstfangið olafur@husaskjol.is.


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

85,2 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 44.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 41.050.000 ISK
Brunabótamat 29.300.000 ISK
Stærð 85,2 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1961
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 188.580 ISK
Útborgun** 8.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)