Gnitaheiði 4 - 93.900.000 ISK

raðhús - 200 Kópavogur

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Einstaklega falleg og vönduð eign með himnesku útsýni yfir Kópavogsdalinn. Húsið er byggt 2016 og því einstakt tækifæri að eignast nýlegt hús í grónu hverfi.

FASTEIGNAMAT 2020 VERÐUR 77.150.000 KRÓNUR

Þessi vandaða og fallega eign, miðjuraðhús, á tveimur hæðum stendur við Gnitaheiði 4b í Kópavoginum. Húsið er samtals 189,7 fm, íbúðin er 151,5 fm og bílskúrinn 38,2 fm. og er byggt 2016. Gnitaheiðin er í fallegu og grónu hverfi þar sem fjölbreytt verslun og þjónusta er í nánd. Stutt er til allra átta og samgönguleiðir mjög góðar, fyrir gangandi, akandi sem og hjólandi. Einnig er stutt í ýmiss konar afþreyingu og fjölmargar leiðir til útivistar og heilbrigðan lífstíl.

Það skemmtilega við þetta raðhús er að það stendur ekki alveg upp við hin, er svolítið eitt og sér. Innviðir eignarinnar eru vandaðar í alla staði og eins og sést þá eru húsráðendur mikið smekkfólk. Allar innréttingar í húsinu eru frá HTH og fallegt gegnheilt, olíuborið plankaparket frá Egilsson prýða gólfin. Marmarinn í húsinu er mikið augnakonfekt er frá S. Helgasyni og flísarnar frá VÍDD.

Komið er inn í hlýlega forstofu á efri hæðinni með fallegum, hvítum, marmaraflísum á gólfi og svörtum rúmgóðum fataskáp sem harmonerar mjög vel saman við marmaraflísarnar. Lítið og smekklegt gestabaðherbergi er inn af í forstofunni með rennihurð og með stílhreinum blöndunartækjum og innréttingu frá HTH í dökkgráum lit.

Eldhúsið ber sterk merki um smekkvísi húsráðanda. Það er stórt og rúmgott með vönduðum innréttingum frá HTH þar sem dökkgrái og hvíti liturinn ræður ríkjum og hvítur marmari á borðplötu. Litapallíettan kemur vel út og eldhússkáparnir eru stórir og nýtast mjög vel. Skúffurnar eru hvítar, háglans sprautulakkaðar. Stílhreint yfirbragð sem augað kolfellur fyrir. Allir skápar og skúffur eru höldurlaus og gerir rýmið stílhreina fyrir vikið. Vinnslurýmið í eldhúsinu er mjög gott og eyjan nýtur sín vel í hjarta eldhúsins. Vandað olíuborið plankaparket frá Egilsson prýðir gólfið sem flæðir áfram inn í borðstofu og stofu. Stórir og bjartir gluggar eru til staðar og útgengt er út á skjólgóðar svalir beint úr borðstofunni sem stækka rýmið frekar og auka notagildið. Útsýnið er stórkostlegt til suðurs, yfir Kópavogsdalinn, áfram yfir í Garðabæ og Hafnarfjörð. Svalargólfið er klætt viðarplötum sem gerir þær huggulegri fyrir vikið.

Svefnherbergisálman er á neðri hæð hússins og gengið er niður teppalagðan stiga. Til staðar eru þrjú herbergi, tvö barnaherbergi og eitt hjónaherbergi. Öll herbergin eru rúmgóð og björt með vönduðu plankaparketi og góðum hvítum fataskápum. Í hjónaherberginu er einnig snyrtilegt fataherbergi þar sem hvíti liturinn er alls ráðandi. Úr hjónaherbergi er hægt að ganga beint út á pall þar sem útsýnið er hrein paradís og gaman að njóta. Til staðar á palli eru lagnir fyrir heitan pott sem er góður valkostur.

Á neðri hæðinni er hátt til lofts og þar er skemmtilegt sjónvarpshol með innbyggðum hillum sem koma vel út. Hægt er að leika sér með rýmið að vild og notagildið og fagurfræðin fara vel saman.

Stórt og gott baðherbergi er á neðri hæðinni sem er flísalagt með marmaraflísum og hvítar innréttingar prýða rýmið. Á baðherberginu eru bæði sturta og baðkar. Inn af baðherberginu er þvottahús með góðu skápaplássi og góðri vinnuaðstöðu.

Hér er um að ræða vandaða og fallega eign þar sem smekkvísin hefur ráðið för. Aðkoman að húsinu er snyrtileg og einnig fylgir með bílskúr sem stendur sér í bílskúrlengju í götunni. Hverfið er rómað fyrir snyrtilegheit og rólegheit.

Eignin er til sölu hjá fasteignasölunni Húsaskjól og nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

189,7 m2 3 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund raðhús
Verð 93.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 74.850.000 ISK
Brunabótamat 63.050.000 ISK
Stærð 189,7 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 2
Byggingarár 2016
Lyfta nei
Bílskúr
Greiðslubyrði* 394.380 ISK
Útborgun** 18.780.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)