Jöklafold 39 - 38.900.000 ISK

fjölbýlishús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

**OPIÐ HÚS Í JÖKLAFOLDI 39 MIÐVIKUDAGINN 28. ÁGÚST MILLI 17:30 OG 18:00. ÁSDÍS ÓSK VALSDÓTTIR LÖGGILTUR FASTEIGNASALI TEKUR Á MÓTI ÁHUGASÖMUM**

Snotur eign í fallegu umhverfi í Grafavoginum


Smelltu hér til að skoða eignamyndband af Jöklafold 39

Í Grafarvoginum, við Jöklafold 39 er þessi snotra eign staðsett í vönduðu fjölbýlishúsi í fallegu umhverfi. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð sem er 82,5 fermetrar að stærð auk 2,9 fermetra geymslu.

Eignin er staðsett á 3ju hæð og efstu hæð hússins. Grafarvogurinn er góður staður fyrir fjölskyldur að búa á þar sem öll grunnþjónusta er til staðar og stutt er í leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Jafnframt er frábær aðstaða hjá íþróttafélaginu Fjölni til íþróttaiðkunnar og hverfissundlaug til staðar ásamt líkamsræktarstöð. Náttúran er við hendina og fjölbreyttir möguleikar til útivistar í öruggu umhverfi og grónu hverfi. Í hverfinu er jafnframt verslunarkjarni í nánd, Spöngin og Egilshöll sem býður upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Má þar meðal annars nefna keiluhöll, kvikmyndahús og íþróttaaðstöðu. Einnig er aðstaða fyrir golfáhugafólk, en Korpúlfstaðagolfvöllur tilheyrir Grafarvogshverfinu.

Gengið er inn í snotra forstofu með fínum, hvítum skápum með spegli og grátóna flísum á gólfi. Í framhaldinu er gengið inn á parketlagt gólf sem tengir saman alrýmið, hol, stofu, eldhús ásamt svefnherbergisgangi. Skipulagið er klassískt og nýtist vel fyrir fjölskyldufólk.

Eldhúsið er rúmgott, þar sem hvítar innréttingarnar eru L-laga í vinkli með góðum innréttingum bæði með efri og neðri skápum. Vandaðar flísar eru á gólfi og einnig á vegg milli skápa og borðplötu. Huggulegur borðkrókur á gamla mátann er í eldhúsinu við glugga sem gefur rýminu rómantískan blæ. Eldhúsið er bjart og rúmt með góðri vinnuaðstöðu. Grófar, gráar flísar prýða gólfið.

Holið og stofan eru saman í alrými þar sem grá lita pallíetta spilar aðalhlutverkið. Stórir og bjartir gluggar eru í stofunni og útgengi á svalir sem snúa að sameiginlegum garði með leiktækjum sem er mikill kostur fyrir húseigendur.
Svalirnar snúa í norðvestur. Þær eru rúmgóðar og góðir möguleikar að stækka eignina með því að nýta svalirnar vel.
Barnaherbergið er með plastparketi á gólfi og fínum fataskápum sem koma sér vel. Hvíti liturinn er forgrunni og léttleikinn gefur rýminu gildi.
Hjónaherbergið er rúmgott, með plastparketi á gólfi ásamt rúmgóðum skápum þar sem grái liturinn er forgrunni á móti þeim hvíta og skipulagið klassískt.

Hvíti liturinn er allsráðandi baðherbergisins. Hvítar flísar eru á gólfi og meðfram gluggavegg. Fínar, hvíta innréttingar eru til staðar sem nýtast vel. Einnig eru þvottavél og þurrkari á baðherbergi sem kemur sér afar vel fyrir húsráðendur.

Einnig er fín geymsla í íbúðinni sem hægt er að samnýta sem búr og geymslu og plássið hið besta. Önnur geymsla er til staðar inn á sameign og henni fylgir hillur. Sameign og lóð er í fínasta ástandi og allur frágangur til fyrirmyndar. Aðkoman er snyrtileg og aðlaðandi í alla staði.

Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa hæð á sölu. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

85,4 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 38.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 33.950.000 ISK
Brunabótamat 29.500.000 ISK
Stærð 85,4 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1988
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 163.380 ISK
Útborgun** 7.780.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)