Bakkastaðir 147 - 72.500.000 ISK

raðhús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** Bakkastaðir seldust á einu opnu húsi og er í fjármögnunarferli. Meðalsölutími á höfuðborgarsvæðinu er 101 dagur. Ertu í söluhugleiðingum. Kynntu þér hvað við erum að gera. Sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða sláðu á þráðinn í 863-0402 og pantaðu skuldbindingarlausa ráðgjöf ***

Mikill áhugi var á eigninni og erum við með áhugasama kaupendur á lista:
12 kaupendur að litlu sérbýli á einni hæð
6 aðila að leita að 3ja-4ra herbergja íbúð

SELJANDI LEITAR AÐ 2JA-3JA HERBERGA ÍBÚÐ, HELST Á JARÐHÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI, ALLT AÐ 40.000.000, Í GRAFARVOGI EÐA SELÁSHVERFI.
Ertu að leita að sambærilegri íbúð. Heyrðu í okkur með að skrá þig á kaupóskalistann okkar og vera fyrstu til að frétta af draumaeigninni.
Stílhrein eign á kyrrlátum og fallegum stað í Grafarvogi

FASTEIGNAMAT 2020 VERÐUR 66.050.000

Smelltu hér til að sjá eignamyndband fyrir eignina
Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni


Í Grafarvogi á kyrrlátum stað er þetta fallega og vandaða miðjuraðhús við Bakkastaði 147. Um er að ræða fallega og hlýja eign á góðum stað í Grafarvogi þar sem náttúran og sjórinn skartar sínu fegursta. Stutt er í fjöruna og að njóta hennar fegurðar. Mikil gróðursæld er á svæðinu og stutt í náttúruna að njóta útvistar og hvers kyns afþreyingu. Hverfið er rómaða fyrir fjölskylduvænt umhverfi og stutt er í leik,- og grunnskóla. Öll grunnþjónusta er til staðar og stutt í verslun og þjónustu.

Eignin er vel skipulögð og snyrtileg. Gengið er inn í rúmgóða forstofu með ljósum, hrjúfum flísum á gólfi og góðum fataskáp. Þar er einnig innangegnt í góðan bílskúr með mikilli lofthæð og góðri aðstöðu. Í bílskúrnum er bæði heitt og kalt vatn og gluggi til staðar sem eykur notagildið til muna og auðvelt er að þrífa bíla í bílskúrnum sem er kostur.
Í framhaldi úr forstofu er gengið inn í bjart hol með mikilli lofthæð og fallegu parketi á gólfi. Lofthæðin gerir mikið fyrir rýmið og lyftir því upp. Holið tengir saman öll rými.
Eldhúsið og stofan eru í samliggjandi rými. Skemmtilegur veggur er á milli eldhússins og stofunnar sem gefur rýminu meiri dýpt. Innréttingarnar í eldhúsinu eru með klassískri uppsetningu, með neðri og efri skápum úr kirsjuberjavið sem kemur vel út við hvítu veggina og ljósan panelinn í loftinu. Svargráar flísar með sægrænum keim eru á milli eldhússkápana og tóna vel við borðplötuna sem er í sama lit. Vinnuaðstaðan í eldhúsinu er til fyrirmyndar og gott borðpláss til staðar. Glugginn í eldhúsinu er fyrir framan hús, þar sem horft er út á huggulegan pall í suðri og útsýni er stórfenglegt yfir Úlfarsfellið.
Stofan er björt og rúmgóð, þar sem hvíti liturinn er í forgrunni á móti fallegu parketinu. Út úr stofu er gengið út á snyrtilegan pall sem snýr til vestur með heitum potti á góðum stað. Pallurinn stækkar eignina enn frekar og notagildið og fagurfræðin ná vel saman þegar kemur að skipulaginu í kringum húsið. Aðstaðan utan dyra er til fyrirmyndar og hægt er að ganga af pallinum út í garð með runnum þar hægt er að fara út um hlið til komast á göngustíginn þar fyrir utan. Ganga niður í fjöru tekur einungis þrjár mínútur frá göngustígnum með seli á skerjum.
Tvö björt og rúmgóð barnaherbergi fylgja eigninni, bæði með parketi á gólfi og góðum fataskápum í stíl. Hjónaherbergið er einnig rúmgott með parketi á gólfum og stórum og góðum skápum í rauðbrúnum viðarlit sem tóna vel við parketið á gólfi. Hvítur litur er á veggjum í öllum herbergjum sem stækkar rýmin og gefur þeim bjartan tón.
Baðherbergið er flísalagt með beigi lituðum flísum, bæði með skrautflísum sem brjóta upp rýmið og grófum skemmtilegum flísum sem mynda skemmtilega heild. Baðinnréttingin er í hnotubrún lit og kemur vel út á móti beigi lituðu flísunum. Góður gluggi er inn á baðherberginu og stór handklæðaofn.
Þvottahús er einnig til staðar með góðri vinnuastöðu, þar sem stórt og gott borð er til staðar ásamt vaski. Á gólfi eru flísar og rýmið er bjart.

Allur frágangur utanhús er til fyrirmyndar og aðkoman að húsinu er aðlaðandi. Mikill kostur er að hafa bæði pall til suðurs og vestur sem gerir eignina eftirsóknarverða og meiri nýtingu allan ársins hring.

Eignin er 147 fermetrar að stærð, þar af er bílskúrinn 27,3 fermetrar að stærð. Eignin er til sölu á fasteignasölunni Húsaskjól. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

147 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund raðhús
Verð 72.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 61.100.000 ISK
Brunabótamat 39.340.000 ISK
Stærð 147 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1999
Lyfta nei
Bílskúr
Greiðslubyrði* 304.500 ISK
Útborgun** 14.500.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)