Brekadalur 8 - 95.000.000 ISK

einbýlishús - 260 Reykjanesbær

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Stórglæsilegt einbýlishús á besta stað við hafið bláa suður með sjó

Þetta vandaða og glæsilega einbýlishús á tveimur hæðum stendur á einstökum stað við Brekadal 8, í Reykjanesbæ, Innri Njarðvík. Sjávarútsýnið er með eindæmum og náttúran í kring fangar augað líkt og lifandi málverk sem er síbreytilegt. Húsið er vel byggt og formið í funkisstíl og kemur skemmtilega út. Stílhreint yfirbragð og passar vel í umhverfið þar fallegar sívalningar prýða þakið sem er táknrænt fyrir hafið sem blasir við. Húsið er hannað af Einari Ólafssyni hjá Arkiteo.

Komið er inn í bjarta og stóra forstofu á neðri hæðinni þar hátt er til lofts og hvíti liturinn er í forgrunni. Stórir gluggar gefa fallega birtu inn í rýmið. Í anddyrinu er rúmgóður fataskápur.

Í forstofunni er gengið upp á aðra hæð, upp myndarlegan stiga með fallegu glerhandriði sem rammar inn stigann. Skipulagið í húsinu er mjög gott og gefur húseigendum tækifæri til að nýta rýmið vel. Svefnherbergin eru á neðri hæðinni og hjarta heimilisins eldhús, stofa og borðstofa ásamt vinnuherbergi og gestaherbergi á þeirri efri.

Á neðri hæð eru tvö rúmgóð herbergi ásamt hjónasvítu. Hvíti liturinn er allsráðandi. Rýmið býður upp á marga möguleika til nýtingu og létt yfirbragð er yfir herbergjunum. Gólfin eru flísalögð með stórum jarðlitum flísum sem gefa hæðinni skemmtilegt yfirbragð.

Hjónasvítan er rúmgóð. Inn af henni er rúmgott fataherbergi sem nýtist vel og í framhaldinu baðherbergi. Í grunninn er hvíti liturinn ráðandi á baðherberginu en hvítar flísar eru á veggjum. Nett og stílhrein baðinnrétting í dökkum lit brýtur upp litapallíettuna með skemmtilegri útkomu.

Á neðri hæðinni er jafnframt þvottahús með góðri vinnuaðstöðu. Í þvottahúsinu eru flísar á gólfi og góð innrétting í hvítum lit sem tekur bæði þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.

Þegar gengið er upp á efri hæðina er komið í stórt og opið rými sem tengir saman eldhús, borðstofu og stofu. Rýmið er bjart og skemmtilegt þar sem stórir gluggar gefa rýminu sterkan svip og fallegt útsýni er til allra átta. Eldhúsið er sérstaklega rúmgott og vel skipulagt í alla staði. Hvíti liturinn er í forgrunni, innréttingin er háglans í hvítum lit með höldu lausum skápum og skúffum. Notagildið og fagurfræðin er í forgrunni þegar eldhúsið er annars vegar og eru eldhústæki og tól flest innbyggð eins og ísskápur og uppþvottavél. Vönduð blöndunartæki og eldhústæki eru til staðar. Hugsað eru fyrir öllum smáatriðum til að nýta rýmið sem best. Stór og myndarlega eyja er í hjarta eldhússins, með svartbæsaðri eik sem kemur skemmtilega út. Á eyjunni er gott helluborð. Borðplötur eru úr granít. Flísarnar njóta sín vel í þessu opna rými og tengja eldhús, borðstofu og stofu vel saman. Borðstofan nýtur sín vel í þessi plássi á milli eldhús og stofu. Stofan er afar rúmgóð og skipulagði skemmtilegt, stórir gluggar setja svip sinn á stofuna og falleg útsýni blasir við út um stofugluggana yfir hafið.

Á efri hæðinni er gott gestaherbergi ásamt vinnuherbergi. Gestaherbergið er einstaklega skemmtilegt, með frumlegum hornglugga sem fegrar rýmið.

Stórt og gott baðherbergi á efri hæðinni þar sem hvíti liturinn er jafnframt í forgrunni með hvítum innréttingum og svartri borðplötu. Góð sturta er til staðar og vönduð blöndunartæki til staðar.

Í húsinu eru ýmis nútímaleg þægindi til staðar sem auka lífsgæði heimilisfólks til muna, má þar nefna sjálfstæða gólfhitastýringu í öllum rýmum og herbergjum, falleg innfelld ljós frá Lúmex prýða eignina og fullkomið hússtjórnunakerfi frá Gira er staðar. Einnig eru sérhönnuð gluggatjöld frá Luxaflex sem koma vel út.

Þakið á eigninni er einstakt, þakplatan er einangruð af sérhæfðum fagaðilum með plasti með vatnshalla og soðnum dúk og möl yfir dúkinn sem kemur mjög flott út og passar vel í umhverfi á þessum stað.

Innangengt er í bílskúrinn úr forstofu, flísar á gólfi, hitablásari fylgir og er klár til uppsetningar. Inn af bílskúrnum er geymsla. Lóðin er ófrágengin en búið er að gera ýmsar ráðstafanir eins og búið er að setja lagnaleið fyrir heitan pott. Hér er tækifæri fyrir nýja eigendur að gera garðinn að sínum og láta sköpunarkraftinn njóta sín.

Eignin er 300 fermetrar að stærð en þar af er bílskúrinn 39,3 fermetrar að stærð. Húsaskjól er með þessa eign á sölu.

Nánari upplýsingar veitir Auðun Ólafsson, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 894-1976 eða í gegnum tölvupóstfangið audun@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

300 m2 4 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund einbýlishús
Verð 95.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 72.050.000 ISK
Brunabótamat 117.380.000 ISK
Stærð 300 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 2008
Lyfta nei
Bílskúr
Greiðslubyrði* 399.000 ISK
Útborgun** 19.000.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)