Listabraut 9 - 49.900.000 ISK

fjölbýlishús - 103 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** ÞESSI SKEMMTILEGA ÍBÚÐ VIÐ LISTABRAUT 9 ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI. MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI. ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SENDU MÉR LÍNU Á ASDIS@HUSASKJOL.IS EÐA SLÁÐU Á ÞRÁÐINN Í 863-0402 OG PANTAÐU SKULDBINDINGALAUSA RÁÐGJÖF.
ERUM MEÐ 18 KAUPENDUR SEM ERU AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGRI ÍBÚÐ ***

ERTU AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGRI ÍBÚÐ? HEYRÐU Í OKKUR MEÐ AÐ SKRÁ ÞIG Á KAUPÓSKALISTANN OKKAR OG VERTU FYRSTUR TIL AÐ FRÉTTA AF DRAUMAEIGNINNI.

VILTU VITA HVAÐ OKKAR VIÐSKIPTAVINIR HAFA AÐ SEGJA. SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMSAGNIR.
VILTU VERA MEÐ PUTTANN Á FASTEIGNAPÚLSINUM. SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á FRÉTTABRÉFIÐ OKKAR.


Listabraut 9 - Falleg íbúð á besta stað í Leitinu á 1. hæð með bílskúr

Smelltu hér til að sjá myndband af eigninni
Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni

Í huggulegu og litlu fjölbýlishúsi á besta stað við Listabraut 9 er þessi snotra íbúð á fyrstu hæð til sölu. Íbúðin er með klassísku skipulagi sem nýtist vel. Komið er inn í rúmgóða forstofu með harðparketi á gólfi og góðum fataskáp. Gengið er inn í forstofuherbergi sem áður var eldhús (allar lagnir ennþá til staðar og því auðvelt að fara aftur í upphaflegt skipulag). Fremst í forstofuherberginu er búið að stúka af þvottaaðstöðu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, sem er kærkomið fyrir heimilisfólk sem vill frekar hafa hana inni í íbúðinni fremur enn að nýta þvottaaðstöðu á sameign sem er til líka staðar.

Eldhúsið og stofan eru í björtu opnu rými. Í eldhúsi eru vandaðar rauðbrúnar viðarinnréttingar, bæði með efri og neðri skápum, frá rómantíska tímabilinu sem njóta sín vel í opna rýminu. Ljósar borðplötur brjóta upp dökka blæinn og koma vel út. Góðir gluggar eru í eldhúsinu og borðkrókur sameinar rýmin með góðri útkomu. Harðparket prýðir gólfið í öllu rýminu. Úr eldhúsi er útgengi út á fínar svalir sem snúa í hásuður. Svalirnar eru mikið prýði fyrir íbúðina og stækka hana til muna. Á svalagólfi er timburgólf og eru þær einnig með svalalokunum sem gefur heimilisfólki nýtingu allan ársins hring. Sólvarnargler er á gluggum á suðurhlið auk þess sem allir gluggarnir nema á norðurhlið eru nýlega endurnýjaðir.

Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi. Barnaherbergin eru stílhrein þar sem hvíti liturinn er í forgrunni. Harðparket prýðir gólfin og góður hvítur fataskápur er í öðru herberginu. Í hjónaherberginu er einnig harðparket á gólfi og rúmgóðir fataskápar í ljósum viðarlit sem nýtast vel. Bjart er yfir herbergjunum og góðir gluggar til staðar.

Hvíti liturinn er í forgrunni á baðherberginu. Hvítar flísar eru á veggjum og jarðlitaðar á gólfi sem mynda skemmtilega litapallettu. Hvít, lítil innrétting er til staðar sem kominn er tími á. Einnig er laus hvítur skápur upp við vegg á baðherberginu. Á baðherberginu er rúmgóður sturtuklefi og handklæðaofn á vegg. Baðherbergið er gluggalaust en vifta til staðar sem er kostur.

Búið er að endurnýja fjölbýlishúsið mjög mikið á síðustu árum.
Búið er að skipta um þak og húsið var sandblásið og málað fyrir tveimur árum. Einnig eru nýjar niðurfallslagnir og dren. Bílaplanið er til fyrirmyndar og öll aðkoma, búið er að skipta um jarðveg og endurmalbika sem er mikill kostur. Búið er að endurnýja húseignina að miklu leyti og einnig sameignina sem er til fyrirmyndar. Á sameign eru ný teppi á stiga, nýmálað og ný rafmagnstafla komin upp. Einnig er andyrið endurnýjað, símkerfi og útidyrahurð.

Íbúðinni fylgir geymsla á sameign auk þess sem aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi. Hjólageymsla er til staðar á sameigninni. Jafnframt fylgir íbúðinni bílskúr á bílaplani. Rafmagn er til staðar í bílskúrunum.

Fjölbýlishúsið stendur á besta stað í Leitinu, í nánd við Borgarleikhúsið og Kringluna þar sem alla helstu þjónustu og afþreyingu er að finna. Einnig er stutt í skóla á öllum skólastigum, í íþróttamiðstöðvar og samgönguleiðir til allra átta og stofnbrautir til staðar. Stutt er í Öskjuhlíðina og Nauthólsvíkina þar sem góðir hjóla- og göngustígar eru til staðar auk þess að þetta svæði er miðsvæðis í höfuðborginni.

Þessi áhugaverða íbúð er 121,9 fermetrar að stærð, íbúðin er skráð 96,7 fm, geymslan 4,8 fm og bílskúrinn 20,4 fm. og er til sölu á Fasteignasölunni Húsaskjól

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja á Facebook
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

121,9 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 49.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 49.550.000 ISK
Brunabótamat 32.880.000 ISK
Stærð 121,9 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1963
Lyfta nei
Bílskúr
Greiðslubyrði* 209.580 ISK
Útborgun** 9.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)