Laufengi 84 - 46.500.000 ISK

fjölbýlishús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

ÞESSI VAR NÚ ALDEILIS FLJÓT AÐ FARA. LAUFENGI 84 ER SELD Á EINUM DEGI OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.

Mjög mikill áhugi var á eigninni. Erum með 25 kaupendur sem eru að leita að 3ja-4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og palli í 112. Margir fyrstu kaupendur eða aðilar sem eru búnir að selja og því tilbúin að kaupa án fyrirvara.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja á Facebook
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og útgengi á sérpall. Merkt sérstæði er beint fyrir framan íbúðina og einnig eru gestastæði til afnota.

Smelltu hér til að sjá teikningar fyrir eignina.
Smelltu hér til að sjá myndband fyrir eignina.


Þessi hlýlega og fallega íbúð stendur við Laufengi 84 á fyrstu hæð í Grafarvogi á bezta stað. Staðsetning er draumastaðsetning fyrir fjölskyldur þar sem öll þjónusta og afþreying er í nánd. Hverfið er rótgróið og fallegt og margar frábærar gönguleiðir til staðar. Hægt er að njóta náttúrufegurðar úr öllum áttum. Stutt er að fara niður í Geldingarnesið þar sem náttúran skartar sínu fegursta allan ársins hring. Einnig eru fjölmargar hlaupa- og hjólaleiðir sem er mikill kostur og kyndir undir heilbrigðan og umhverfisvænan lífstíl. Verslunarkjarni er til staðar, Spöngin og Egilshöllin er í um það bil sjö mínútna göngufjarlægð þar sem allt er til alls, íþróttir og tómstundir, kvikmynda, keila og veitingastaður. Allt til alls í seilingarfjarlægð.

Íbúðin er einstaklega vel skipulögð og nýtist því eins best er á kosið. Gengið er inn í bjarta forstofu með steinteppi á gólfi og góðum fataskáp með ljósum viðar rennihurðum með speglum á. Rennihurðar nýtast vel og gefa rýminu betra pláss.
Eldhús og stofa eru í opnu og björtu rými þar sem tækifærin eru óþrjótandi. Í eldhúsinu er rúmgóð hvít innrétting á tveimur veggjum, bæði með neðri og efri skápum. Borðplatan er svargrá og tónar vel við hvítu innréttinguna. Steinteppi er á milli skápanna og kemur vel út. Fallegt og sterkt parket prýðir gólfið. Í framhaldi af stofunni kemur borðstofa og stofa þar sem hvítir og gráir tónar ráða ríkjum á veggjunum. Stofan er rúmgóð með stórum og björtum gluggum með útgengi út á pall. Um er að ræða afgirtan afnotaflöt og er smá grænt svæði sem fylgir með pallinum. Garðurinn snýr í hásuður og sólin kemur því upp að morgni og er allan daginn á pallinum eða fram að kvöldmat sem er mikill kostur. Útsýnið er fallegt.

Á svefnherbergisganginum, þar sem grái liturinn er í forgrunni á móti eikarparket og viðhurðum, eru þrjú svefnherbergi. Rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum og parket á gólfi. Hvíti liturinn er í forgrunni í hjónaherberginu og hvítir skápar á heilum vegg eru til staðar. Tvö barnaherbergi eru til staðar með góðum skápum og parketi á gólfi.
Baðherbergið er stílhreint með baðkari og fallegri dökkri innréttingu. Hvítt og svart eru litatónarnir sem spila aðalhlutverkið á baðherberginu. Hvítar flísar eru á veggjum og gólfi með svartir skrautlínu á ákveðnum stöðum. Innréttingin er svört og umgjörðin í kringum salernið.
Sér þvottahús er í íbúðinni sem er mikill kostur. Ágætis vinnuaðstaða ásamt smá geymsluplássi. Gluggi er í þvottahúsi og dúkur á gólfi.

Íbúðin er 106.8 fermetrar að stærð, þarf af er geymsla 4,9 fm. Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa eign á sölu. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja á Facebook
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

106,8 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 46.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 42.450.000 ISK
Brunabótamat 33.300.000 ISK
Stærð 106,8 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1992
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 195.300 ISK
Útborgun** 9.300.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)