Funafold 25 - 81.500.000 ISK

einbýlishús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

ÞAÐ ER FÍN SALA ÞRÁTT FYRIR SAMKOMUBANN. FUNAFOLD 25 ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.

Mjög mikill áhugi var á eigninni. Erum með 23 kaupendur sem eru að leita að sérbýlí í Grafarvogi


Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar


Einbýlishús á einni hæð. Búið er að innlima bílskúrinn inn í húsið og breyta honum í baðherbergi, sturtuherbergi, þvottahús og geymslu og er því enginn bílskúr til staðar í dag.
Húsið er múrsteinsklætt timburhús og hentar mjög vel þeim sem vilja hafa rúmt um sig. Í dag eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa og sjónvarpsherbergi en því mætti auðveldlega breyta í svefnherbergi og sjónvarpshol. Lítil skrifstofa er innaf stofunni sem hentar vel þeim sem vilja vinna heima og hafa gott næði. Múrsteinshús eru mjög létt í viðhaldi og auðvelt að gera breytingar innanhúss þar sem engir steyptir fletir eru til staðar. Hiti er í gangstíg og tveimur bílastæðum fyrir framan hús.

Hér getur þú skoðað eignina í þrívídd – Hér getur þú skoðað eignina í þrívídd – SMELLTU HÉR
Hér getur þú skoðað eignamyndband af Funafold 25 - SMELLTU HÉR

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA TEIKNINGAR AF EIGNINNI

Árið 2007 var húsið endurbyggt að hluta. Innviðirnir voru endurhannaðar, baðherbergi endurgert oog viðbótar sturtuaðstaða og salerni sett upp í sitthvoru rýminu fyrir framan þvottahúsið. Loftin voru einangruð að nýju og byggð utan um innfellda lýsingu. Ragnheiður Sverrisdóttir innanhúsarkitekt teiknaði allar breytingar.

Húsið er skráð 178 fm. Íbúðarhúsið er skráð 135,2 fm, bílskúrinn 22,8 fm (búið að breyta í þvottahús og geymslu) og garðskálinn 20 fm. Garðskálinn var endurbyggður 2013 og er nýttur sem sjónvarpsherbergi í dag.

Skipulag eignar:
Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Hol með parketi og skápum, opið beint inn í stofu með parketi. Frá stofu er gengið út á sólpall og garð. 2 geymsluskúrar eru í garðinum, þar af er annar upphitaður. Eldhús er mjög rúmgott, U-laga eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum, gaseldavél og 3 ofnum. Rúmgóður borðkrókur við glugga, flísar á gólfi. Búið er að breyta bílskúr í rúmgott þvottahús annars vegar og geymslu hins vegar. Mjög góðar innréttingar eru í þvottahúsinu og gott vinnupláss. Ennfremur er búið að útbúa sturtuaðstöðu og salernisaðstöðu fyrir framan þvottahúsið. Það kemur sér vel að hafa auka salerni en þarna er líka aukasturtuaðstaða sem er mikill kostur. Stór sjónvarpsstofa með parketi. Svefnherbergisgangur með 2 svefnherbergjum og baðherbergi. Svefnherbergin eru bæði mjög rúmgóð, parket á báðum herbergjum og skápar í hjónaherbergi. Baðherbergi er fallegt, flísalagt í hólf og gólf, bæði sturtuklefi og baðkar, gluggi og innrétting. Allt neysluvatn er forhitað.

Þetta er hús sem hentar mörgum: þeim sem vilja nýta það í núverandi mynd og hafa mjög rúmgott um sig og einnig þeim sem myndu nýta möguleikann á að breyta sjónvarpsstofunni í svefnherbergi og sjónvarpshol. Ytra umhverfi er fallegt og húsið og garðurinn hafa fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Í garðinum er nýlegur heitur pottur í góðu skjóli með vandaðri hitastýringu (innanhúss).

Grafarvogurinn er góður staður fyrir fjölskyldur að búa á þar sem öll grunnþjónusta er til staðar og stutt er í leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Jafnframt er frábær aðstaða hjá íþróttafélaginu Fjölni til íþróttaiðkunnar og hverfissundlaug til staðar ásamt líkamsræktarstöð. Náttúran er við hendina og fjölbreyttir möguleikar til útivistar í öruggu umhverfi og grónu hverfi. Í hverfinu er jafnframt verslunarkjarni í nánd, Spöngin og Egilshöll sem býður upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Má þar meðal annars nefna keiluhöll, kvikmyndahús og íþróttaaðstöðu. Einnig er aðstaða fyrir golfáhugafólk, en örstutt er á Korpúlfstaðavöll og Grafarholtsvöll.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

178 m2 2 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund einbýlishús
Verð 81.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 70.100.000 ISK
Brunabótamat 59.400.000 ISK
Stærð 178 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 2
Byggingarár 1984
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 342.300 ISK
Útborgun** 16.300.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)