Lindargata 56 - 39.900.000 ISK

hæð - 101 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

ÞAÐ ER FÍN SALA ÞRÁTT FYRIR SAMKOMUBANN. LINDARGATA 56 ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.

Mjög mikill áhugi var á eigninni. Erum með 53 kaupendur sem eru að leita að 2ja-3ja herbergja íbúðum í 101,105 og 107. Kostur ef það er sérinngangur.


Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar


Hæð með sérinngangi í reisulegu og friðuðu húsi í 101 Reykjavík. Húsið hefur fengið gott viðhald. Íbúðin nýtist ótrúlega vel og mun betur en skráðir fermetrar segja til um.
Að sögn seljanda hefur eftirfarandi verið endurnýjað á síðustu árum. Húsið endureinangrað, nýtt þak, nýtt skolp og húsið var málað að utan. Á sama tíma var skipt um allt bárujárn á húsinu og gluggarnir voru sérsmíðaðir.


Í hjarta miðbæjarins, 101 Reykjavík, stendur þetta snotra og friðaða hús í allri sinni reisn. Húsið var byggt árið 1900 og hefur fengið gott viðhald, stór sameiginlegur garður og einnig er ca 30 fm geymsluskúr í garðinum sem verið er að stúka niður í þrjár geymslur.. Húsið er sannkallað augnakonfekt, hús með sál sem gleður. Upphaf byggðar á Lindargötu 50 – 62 má rekja til hinnar svokölluð byggingarsprengingar sem varð í Reykjavík í upphafi tuttugustu aldar og er byggingarstíll hússins í anda þessara aldar.

Miðhæðin í þessu einstaka húsi er til sölu og er himnesk fyrir aðdáendur gamla tímans, hér eru öll rými rúmgóð. Staðsetningin er draumastaðsetning fyrir þá sem vilja vera í 101 hverfinu og njóta alls þess sem miðbærinn býður upp á. Miðbærinn iðar af mannlífi og menningu, öll þjónusta til staðar og aragrúi af kaffi,- og veitingahúsum á hverju horni.

Gengið er inn um sérinngang og komið inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Þvottarými er undir stiga með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og tengi fyrir barkaþurrkara, lítil geymsla inn í vegg. Hol með gólffjölum. Baðherbergi er með flísalagt gólf og flísar á tveimur veggjum, upphengt salerni, baðkar, glugga og innréttingu. Eldhús er rúmgott með gífurlega miklu skápaplássi. L-laga innrétting ásamt skápum á heilum vegg, borðkrókur og gluggi, gólffjalir. 2 svefnherbergi, bæði með gólffjölum og annað með fataskáp. Stofan er við hlið hjónaherbergis með gólffjölum.

Virkilega spennandi eign sem er svo sannarlega rýmri heldur en skráðir fermetrar segja til um.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is

Um hverfið:
101 Reykjavík
Frá upphafi byggðar í Reykjavík hefur elsti hluti hennar, miðbærinn, verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir alla landsmenn. Í hjarta borgarinnar, miðbænum er að finna fjölbreytt úrval verslana, veitinga- og kaffihúsa, auk margskonar menningartengdri þjónustu. Mikil uppbygging hefur verið í miðbænum undanfarin ár og stendur enn.

Að búa í 101 Reykjavík er eftirsóknarvert fyrir marga og öll þjónusta og verslun í göngufæri. Helstu götur miðbæjarins hafa verið endurbættar og má þar nefna Hverfisgötu, Laugaveg og nærliggjandi götur og reiti sem hafa verið í mikilli enduruppbyggingu síðustu ár og Hljómalindarreitinn sem hefur tekið stórkostlegum breytingum og laðar að mannlíf. Laugavegurinn er ein helsta verslunargata Reykjavíkur. Við nærliggjandi götur eru fjöldi verslana, kaffihúsa, veitingastaða, gallería og önnur starfsemi sem hvetur til iðandi mannlífs og menningar. Endurbæturnar laða að fólk og styður betur við verslun og þjónustu sem veitt er á svæðinu, auk þess að krydda mannlífið.

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

57,8 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 39.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 36.650.000 ISK
Brunabótamat 20.808.000 ISK
Stærð 57,8 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár Ekki skráð
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 167.580 ISK
Útborgun** 7.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)