Bárugata 5 - 64.900.000 ISK

hæð - 101 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

***Sölusýning verður í Bárugötu 5, þriðjudaginn 26.maí kl. 12:00-12:30. Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali verður á staðnum og tekur á móti gestum og veitir nánari upplýsingar í síma: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is. Eingöngu er hægt að skoða eignina með því að bóka tíma fyrir sýninguna. ***

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ BÓKA SÝNINGU OG UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA.

***Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður síðan boðið upp á netsýningu strax á undan kl. 11:45-12:00. ***
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ LINKINN Á NETSÝNINGUNA OG PANTA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA.


EIGANDI SKOÐAR SKIPTI Á MINNI EIGN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Sökum samkomubanns frá 15. Mars n.k. verða engin opin hús haldin á vegum Húsaskjóls fasteignasölu. Við bjóðum öllum í fasteignahugleiðingum upp á stakar sýningar í staðinn. Einnig verður hægt að bóka netsýningu fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Vinsamlegast bókið skoðun í email: asdis@husaskjol.is eða síma 863-0402. Brosum og munum handþvottinn og að sýna gagnkvæma tillitssemi

Rómantísk hæð í reisulegu húsi á Bárugötunni. Bílskúr fylgir eigninni sem og stæðið fyrir framan bílskúrinn.

Smelltu hér til að sjá myndband af eigninni
Smelltu hér til að sjá teikningar af eigninni

Á efstu hæð við Bárugötu 5 í 101 Reykjavík, er þessi rómantíska hæð. Skipulag hæðarinnar er eins og best verður á kosið og staðsetningin draumur fyrir aðdáendur miðborgarinnar. Hæðin er að hluta til undir súð og setur frumlegan svip á skipulag hæðarinnar. Gengið er inn um sameiginlegan inngang upp sjarmerandi stiga. Komið er inn í huggulegt eldhús, sem er í miðju hæðarinnar með fallegum gluggum og skipulagi. Í eldhúsinu eru hvítir neðri skápar með svargrárri borðplötu sem tóna vel saman. Í eldhúsinu er eyja á miðju gólfinu á móti vask og gluggum. Flísar prýða gólfið og eldhúsið er sérstaklega skemmtilega staðsett og er eins og hjarta hæðarinnar.

Ágætis hol er til staðar með parketi á gólfi og góðum gluggum.
Stórt baðherbergi er til staðar með baðkari og rúmgóðri sturtu þar sem hvíti liturinn er í forgrunni. Stílhreinar og hvítar innréttingar fylgja á baðherberginu og flísar eru á gólfi. Einnig eru skemmtilegir gluggar á baðherberginu sem hleypa góðri birtu inn.
Tvö svefnherbergi eru á hæðinni, bæði rúmgóð og björt og annað með mjög stórum skápum.
Tvær glæsilegar og stórar stofur prýða eignina og minna á franskan arkitektúr. Stofurnar bjóða uppá fjölbreytt skipulag, hægt er að nýta aðra stofuna sem borðstofu og hina sem hefðbundna stofu.
Í risinu er búið að innrétta mjög stórt svefnherbergi, sem mætti alveg kalla svítu og hægt að gera hana að sínu. Þessi eign býður uppá á óþrjótandi möguleika til að leika sér með rýmið með rómantísku ívafi sem heillar.
Hæðina prýða nýlegar og hvítar hurðar sem passa vel í skipulagið og bjart er yfir híbýlinu í alla staði.
Einnig fylgir bílskúr með hæðinni, sem er mikill kostur.

Húsið hefur verið endurnýjað töluvert s.l. ár: Þak 2019 ásamt hluta af burðarvirki, skolp 2015. Hluti af gluggum endurnýjaðir
Bílskúrinn var tekinn í gegn 2013, skipt um þak, einangraður, nýjir gluggar og ný hurð.
Herbergi á risloft endurgert 2016, rafmagnstafla endurnýjuð 2019 sem og dregið í nýtt rafmagn í stofu og ris

Hæðin er 109,9 fermetrar að stærð og bílskúrinn er 19.8 fermetrar að stærð, samtals er eignin 129,7 fermetrar að stærð . Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa hæð á sölu.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Miðbæjarstemmingin:
Frá upphafi byggðar í Reykjavík hefur elsti hluti hennar, miðbærinn, verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir alla landsmenn. Í hjarta borgarinnar, miðbænum er að finna fjölbreytt úrval verslana, veitinga- og kaffihúsa, auk margskonar menningartengdri þjónustu. Mikil uppbygging hefur verið í miðbænum undanfarin ár og stendur enn.
Að búa í 101 Reykjavík er eftirsóknarvert fyrir marga og öll þjónusta og verslun í göngufæri. Helstu götur miðbæjarins hafa verið endurbættar og má þar nefna Hverfisgötu, Laugaveg og nærliggjandi götur og reiti sem hafa verið í mikilli enduruppbyggingu síðustu ár og Hljómalindarreitinn sem hefur tekið stórkostlegum breytingum og laðar að mannlíf. Laugavegurinn er ein helsta verslunargata Reykjavíkur. Við nærliggjandi götur eru fjöldi verslana, kaffihúsa, veitingastaða, gallería og önnur starfsemi sem hvetur til iðandi mannlífs og menningar. Endurbæturnar laða að fólk og styður betur við verslun og þjónustu sem veitt er á svæðinu, auk þess að krydda mannlífið.
Hægt er að nálgast fjölbreyta þjónustu í allar áttir og það má með sanni segja að þjónustan og menningarlífið blómstri allt í kring. Meðal annars má nefna Hlemm, þar sem nýlega opnaði Mathöll og í miðbænum sem má finna allt milli himins og jarðar. Bónus er á Laugavegi og í Skipholti sem er hagkvæmt fyrir heimilið. Menningarlífið er skammt undan og má þar meðal annars nefna Borgarbókasafnið við Tryggvagötu, Listasafn Íslands, Ásmundarsal við Freyjugötu, Kjarvalsstaðir og Klambratúnið eru á svæðinu, þar er að finna bæði kaffihús og almenningsgarð sem iðar af mannlífi. Á Klambratúnin er hægt að stunda ýmsar íþróttir og hreyfingu og má þar nefna körfubolta, fótbolta, frisbígolf. Einnig er þar leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina sem er mikill kostur fyrir fjölskyldufólk. Stórir vinnustaðir eru margir þarna í kring á má þar meðal annars nefna Landspítalann við Hringbraut.

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

129,7 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 64.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 60.750.000 ISK
Brunabótamat 39.410.000 ISK
Stærð 129,7 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1931
Lyfta nei
Bílskúr
Greiðslubyrði* 272.580 ISK
Útborgun** 12.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)