Granaskjól 26 - 74.900.000 ISK

hæð - 107 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

ÞESSI VAR FLJÓT AÐ FARA OG SELDIST Á EINU OPNU HÚSI. GRANASKJÓL 26 ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.
Mjög mikill áhugi var á eigninni. Erum með 69 kaupendur sem eru að leita að hæð eða litlu sérbýli í 107 og 170. Mjög margir sem eru að stækka við sig og eru tilbúnir í að skipta á minni eign.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Hugguleg hæð í Vesturbænum þar mannlífið iðar lífi. Íbúðin er á efstu hæð með sérinngangi og útsýni. Henni fylgir bæði byggingarréttur á bílskúr sem og réttur til að byggja ofan á húsið. Íbúðin er skráð 148.9 fm og geymslan 3,4 fm, heildarstærð eignar 153,9 fm.

Smelltu hér til að skoða eignamyndband
Smelltu hér til að skoða teikningar

Við Granaskjól 26, í 107 Reykjavík þessi huggulega hæð á efstu hæð. Þetta er draumastaðsetning þeirra sem vilja vera í Vesturbænum og njóta alls þess sem umhverfið hefur uppá að bjóða. Hæðin er vel staðsett með tilliti til allra þjónustu og útivistar. Granaskjól tilheyrir einu af eftirsóttasta hverfi borgarinnar, sem er gamalgróið hverfi, fjölskylduvænt með sterka ímynd. Fyrir þá sem vilja njóta þess að vera í nánd við náttúruna og um leið njóta borgarlífsins þá er þetta rétta eignin. Staðsetningin er draumur fyrir marga og hér er einstakt tækifæri til að gera eignina að sínu. Staðsetning er algjörlega einstök. Íbúðin er innst í botnlanga sem er innaf botnlanga. Grandaskóli, 2 leikskólar, Kr völlurinn eru í nokkurra mínútna göngufæri. Örstutt á Ægissíðuna, Gróttu og Nauthólsvík. Frábær staður fyrir krakka. Vesturbæjarísbúðin, Melabúðin og Vesturbæjarlaugin einnig handan við hornið.

Skipulag hæðarinnar er gott og gefur kost á mörgum möguleikum á nýtingu rýmisins. Gengið er inn um sérinngang, upp teppalagðan stiga uppá góðan pall sem nýtist vel sem forstofa. Fallegt handrið með skrauti í bóhem stíl prýðir stigann. Stigapallurinn er bjartur með flottum stórum glugga og veglegri tvöfaldri millihurð inn á hæðina sem settur skemmtilegan svip á forstofuna.

Úr forstofunni er gengið inn á rúmgóðan gang áfram inn í stofu og borðstofu. Í kverkunum í lofti gangsins og í stofunum eru fallegar rósettur sem gefa rýminu meiri dýpt og fagurleika. Parket á gólfi. Á ganginum eru innbyggðar hillur sem koma vel út og notagildi gangsins verður fjölbreytara fyrir vikið.

Stofurnar eru stórar og bjartar með góðum gluggum þar sem útsýnið er fallegt. Upphaflegt skipulag gerir ráð fyrir eldhúsi í innri stofunni. Hvíti liturinn er í forgrunni og gluggarnir fá að njóta sín með screen gardínum sem kemur vel út. Með rósettunum í kverkunum í loftinu og stóru björtu gluggunum minnir hæðin á franskan arkitekttúr þar sem rómantíkin ræður ríkjum og hægt er að leika sér að skipulaginu með ýmsum útfærslum.

Eldhúsið er með klassísku u-laga uppsetningunni með góðri innréttingu með efri og neðri skápum þar sem notagildið er í forgrunni. Góðir gluggar sem gera rýmið bjart og borðkrókur í eldhúsi. Innaf eldhúsi er búr.

Á svefnherbergisganginum eru hvítir skápar með rennihurðum. Hæðinni fylgja fjögur svefnherbergi. Hjónaherbergið er rúmgott með upprunalegum og fallegum tekkskápum og parketi á gólfi. Þrjú barnaherbergi, öll með skápum. Tvö eru rúmgóð og það þriðja minna og er nýtt sem skrifstofa í dag.

Baðherbergið er með flísaplötum frá Þ. Þorgrímsson í hólf og gólf. Ljós viðarinnrétting er til staðar þar sem hvíti liturinn tónir vel við. Á baðherberginu eru sturtuklefi auk þess sem þar þvottavél og þurrkari til staðar.
Hæðinni fylgir jafnframt geymsluloft yfir megninu af hæðinni.

Í sameign er sérgeymsla með hillum, sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla. Einnig er sameiginleg geymsla með lögnum fyrir salerni.
Hæðinni fylgir einnig bílskúrsréttur og stæðið sem er fjær húsinu.

Að sögn eiganda hefur eftirfarandi verið endurnýjað:
2013: skipt um þakrennur
2014: nýtt klóak og drenlagnir
2011: allar raflagnir endurnýjaðar sem og tafla, tölvulagnir lagðar í öll herbergi
Einnig var skipt um þakjárn fyrir 15 árum og búið er að endurnýja flesta glugga


Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

153,9 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 74.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 66.150.000 ISK
Brunabótamat 44.950.000 ISK
Stærð 153,9 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1960
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 314.580 ISK
Útborgun** 14.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)