Flétturimi 31 - 48.500.000 ISK

fjölbýlishús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

***Sölusýning verður í Flétturima 31, Mánudaginn 25.maí kl. 17:00-18:00. Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, löggiltur fasteignasali verður á staðnum og tekur á móti gestum og veitir nánari upplýsingar í síma: 895-7784 eða email:asdisrosa@husaskjol.is Eingöngu er hægt að skoða eignina með því að bóka tíma fyrir sýninguna.***

***HÚSASKJÓL OG ÁSDÍS RÓSA LÖGFRÆÐINGUR OG LGF KYNNA Virkilega góða og fjölskylduvæna 4ra herb. endaíbúð á jarðhæð með garði við Flétturima 31 Grafarvogi. 3 svefnherbergi, góðar stofur og stór gróinn garður á 2 vegu, suður og vestur.


Gengið er inn um sameigninlegan inngang með annarri íbúð.
Forstofa er flísalögð og óvenju stórir nýlegir skápar á heilum vegg.
Hol er parketlagt.
Barnaherbergi 1 með lausum skáp.
Barnaherbergi 2 með föstum skáp.
Hjónaherbergi með góðum skápum. Herbergin eru dúklögð.
Baðherbergi er flísalagt. Baðkar og handklæðaofn.
Stofa er parketlögð og mjög björt með stórum gluggum. Gengið er út á hellulagða verönd og þaðan út í sér garð. Þar fyrir framan er sameiginlegur garður með barnaleiktækjum.
Eldhúsið er flísalagt með hvítri eldri innréttingu og góðum borðkrók. Þaðan er gengið út á aðra hellulagða verönd. Í garðinum eru ræktaðar matjurtir.

Þvottahús er sameiginlegt á hæðinni.
Í kjallara er hjólageymsla og sér geymsla. Á jarðhæð er sérstæður skúr fyrir barnahjól.

Húsið hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum:
2017 Hús múrað og málað
2017 Gluggalistar málaðir/skipt um.
2019 Þakgluggar og þakrennur.
Snjóbræðsla endurnýjuð og göngustígar hellulagðir.

Nánasta umhverfi er mjög barnvænt þar sem húsið er staðsett neðst í botlanga. Stutt er í leikskóla og grunnskóla og nokkra nýuppgerða róluvelli. Gufunesbær, Spöngin, Egilshöll og Grafarvogslaug í næsta nágrenni.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala. netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

118,4 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 48.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 45.750.000 ISK
Brunabótamat 39.295.000 ISK
Stærð 118,4 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1993
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 203.700 ISK
Útborgun** 9.700.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)