Helgamagrastræti 3 - 72.500.000 ISK

einbýlishús - 600 Akureyri

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Helgamagrastræti 3 er selt og er í fjármögnunarferli. Erum með 3 kaupendur að sambærilegri eign.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Gamli og nýji tíminn mætast með góðri útkomu í fallegu tvílyftu funkishúsi í hjarta bæjarins. Húsið hefur verið algjörlega endurnýjað og einnig var byggt við húsið 2007. Logi Einarsson arkitekt hannaði viðbæturnar og hefur öll vinna hjá núverandi eigendum verið unnin af fagmönnum. Núverandi eigendur hafa nostrað við hvert smáatriði og lagt mikla vinnu í að leyfa gamla stílnum að halda sér. Viðbyggingin fékk Byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar árið 2007.


Í fallegri og rótgróinni götu, Helgamagrastræti 3, stendur þetta sérstaka og stílhreina einbýlishús sem er byggt í funkisstíl á tveimur hæðum. Aðkoman er hin snyrtilegasta. Bílaplanið er rúmgott þar sem steinsteypan nýtur sín vel og garðurinn er mikil prýði. Stór verönd er á baklóð hússins sem var endurgerð í fyrra og hönnuð af Landslagi. Falleg beð eru meðfram veggjum hússins að hluta og fegra umhverfið. Staðsetning hússins á Akureyri er á besta stað í hjarta bæjarins þar sem gamli rómantíski tíminn er í forgrunni.

Komið er inn í bjarta og rúmgóða forstofu. Gólfið prýðir svargráar flísar sem tengja rýmið inn á parketlagðan gang. Í forstofunni er fataskápur með speglarennihurðir. Úr forstofu er innangengt í þvottahús með góðri vinnuaðstöðu og þar er annar útgangur úr húsinu. Tæki og tól komast vel fyrir í þvottahúsinu og hægt er að nýta það að hluta til sem geymslu. Jafnframt er geymsla undir stiga innaf þvottahúsinu.

Baðherbergi er á fyrstu hæðinni sem er flísalagt í hólf og gólf með sturtu. Rúmgott svefnherbergi er á hæðinni (var áður tvö) með harðparketi á gólfi. Eldhúsið var endurnýjað árið 2007 með góðri útkomu þar sem litapallettan, hvíti og grái liturinn spila aðalhlutverkið. Skipulagið er til fyrirmyndir og vinnurými mjög gott. Skápaplássið er mikið og eyjan nýtur sín í eldhúsinu þar sem bæði er hægt að nýta hana í eldamennsku sem og fyrir borðhald. Úr eldhúsinu er gengið inn í stóra og bjarta borðstofu og stofu sem er viðbygging upp á 44 fermetra sem eru vel nýttir. Lofthæðin er mikil sem gerir mikið fyrir stofuna. Fallegur arinn er í stofunni og gefur hann rýminu meiri dýpt. Gengið er út í garð úr stofunni og á verönd sem stækkar stofuna til muna. Stór gróinn garður eykur lífsgæði íbúanna og fjölbreytni til útiveru.

Á efri hæðina er gengið upp snyrtilegan og stílhreinan stiga sem búið er að gera upp. Upphafleg gólf hafa verið pússuð og látin halda sér þar sem áferðinkemur vel út. Efri hæðin er einstök fyrir þær sakir að gamla, upprunalega stílnum hefur verið haldið við. Þar er stórt og myndarlegt baðherbergi sem áður var eldhús. Á baðherberginu er hvítt frístandandi baðkar, tvöfaldur hvítur vaskur prýðir baðherbergið og gefur því ákveðna dýpt. 3 svefnherbergi eru á efri hæðinni, öll með fallegu útsýni og gengið út á svalir frá einu þeirra, í því herbergi er einnig geymsla.
Þetta hús hefur sérstöðu á margan hátt. Á þaki viðbyggingar eru gras sem gefur því skemmtilegan svip. Útihurðir og gluggar í eldri hluta hússins eru sérsmíði, álguggar eru í viðbyggingu. Blandað hefur verið saman nýja og gamla tímanum á skemmtilegan hátt og eru t.d. hurðarhúnar hússins nýjir í gömlum stíl sem prýða húsið.
Bílaplanið er frágengið með hita. Þá er á lóðinni ca 8,0 fm. útigeymsla með rafmagni sem er ekki skráð í fermetratölu hússins.

Frekari fróðleikur um húsið, sjá hér
Frekari fróðleikur um Norðurbrekkuna, sjá hér
Húsið er 176,5 fm. að stærð. Fasteignasalan Húsaskjól er með þetta hús til sölu.Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma: 863-0402 eða í gegnum email: asdis@husaskjol.is

Fróðleiksmolar um götuna og húsamyndina:
Helgamagrastrætið er ein lengsta og heildstæðasta funkishúsaröð sem má finna á Akureyri. Efst og syðst eru Samvinnubyggingafélagshúsin, tveggja hæða með flötum þökum byggð fyrir 1940 en sunnar og neðar eru húsin stærri að grunnfleti og flestöll með valmaþökum. Þau hús eru flest byggð árin 1940-1945. Sammerkt með langflestum þessara húsa eru grónar lóðir með miklum trjágróðri, steyptir veggir, oft járnavirki við lóðarmörkin sem mynda skemmtilega heild ásamt húsunum.
Staðsetningin er frábær, örstutt í sundlaugina, Brekkuskóla, MA og miðbæinn auk þess sem VMA og HA eru skammt undan.

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

176,5 m2 4 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund einbýlishús
Verð 72.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 45.550.000 ISK
Brunabótamat 59.400.000 ISK
Stærð 176,5 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 1936
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 304.500 ISK
Útborgun** 14.500.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)