Gullengi 17 - 61.700.000 ISK

fjölbýlishús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA OG BÓKA EINKA SÝNINGU.

Í fjölskylduvænu og grónu hverfi í Grafarvogi er 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð með tveimur bílskúrum. Íbúðin er skráð 127,3 fm og bílskúr 0103 22 fm og bílskúr 0104 23,5 fm. Heildarstærð eignar 172,8 fm. Eingöngu einn eigandi frá upphafi.

Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni

Við Gullengi 17 á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í rólegri götu er að finna þessa fjölskylduvænu og snotru íbúð. Þetta er draumastaðsetning fyrir fjölskyldur þar sem svæðið er bæði fjölskylduvænt og gróið og öll helsta grunnþjónusta er til staðar. Stutt er í góða leik- og grunnskóla auk þess sem verslunarkjarninn Spöngin er í nánd. Mikið framboð er af afþreyingu í hverfinu og má þar helst nefna Egilshöll og Korpuúlfsstaði, þar sem í boði er fjölbreytt afþreying, tómstundir og íþróttir. Einnig er þar kvikmyndahús og keiluhöll svo dæmi séu tekin. Fjölmargar göngu- og hjólaleiðir eru til staðar og stórar samgönguæðar til allra átta sem er mikill kostur.

Lýsing eignar:
Komið inn í forstofu með parketi á gólfi. 3 svefnherbergi, öll með parketi, barnaherbergin eru með lausum skápum og hjónaherbergið með föstum skápum og útgengi út á svalir. Baðherbergi er flísalagt í hólf (að mestu) og gólf, bæði sturtuklefi og baðkar, ljós innrétting og gluggi. Þvottahús er innan íbúðar með flísum á gólfi, hillum og vask. Eldhús er með U-laga innréttingu með efri og neðri skápum, flísar á milli skápa og á gólfi. Borðkrókur við fallegan hornglugga. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi. Möguleiki væri að gera aukaherbergi úr stofunni. Frá stofu er gengið út á stórar suðvestursvalir.

Íbúðinni fylgja 2 bílskúrar sem er búið að opna á milli, heitt og kalt vatn og gluggar. Risloft er yfir öll húsinu. Það er nýtt sem köld geymsla fyrir alla í húsinu. Hjóla- og vagnageymsla er í sameign. Eitt merkt útistæði auk stæða fyrir framan bílskúrinn.

Viðhald að undanförnu.
Húsið var málið að utan í sumar sem og þakkantur og þakið.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

172,8 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 61.700.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 57.050.000 ISK
Brunabótamat 53.600.000 ISK
Stærð 172,8 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1992
Lyfta nei
Bílskúr
Garður
Greiðslubyrði* 259.140 ISK
Útborgun** 12.340.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)