Fjölnisvegur 1 - 84.900.000 ISK - 130,7 ferm. - 4 herbergi

hæð - 101 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Eingöngu er hægt að skoða eignina með því að bóka tíma fyrir sýninguna. Sölusýning verður á Fjölnisvegi 1, 1. hæð, kl. 17:00-17:30 fimmtudaginn 25. feb. Böðvar Reynisson, löggiltur fasteignasali verður á staðnum og tekur á móti gestum og veitir nánari upplýsingar í síma: 766-8484 eða email: bodvar@husaskjol.is. Til að tryggja öryggi allra aðila er farið fram á að sóttvarnarreglur séu virtar og að kaupendur mæti með grímu þegar eignin er skoðuð.

Glæsileg sérhæð á 1. hæð í einstaklega reisulegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Stór og falleg lóð í rækt, og sérbílastæði. Húsið hefur fengið gott viðhald og eignin er öll hin smekklegasta með vönduðum tækjum og gólfefnum, ísskápur og uppþvottavél fylgja. Nýlegt eldhús, bað og gólfefni. Allt sem miðbærinn hefur upp á bjóða er í göngufjarlægð. Möguleiki á fleiri svefnherbergjum.

Bókun í skoðanir sendist á Böðvar Reynisson lgf. bodvar@husaskjol.is eða s. 766-8484

Skipting eignr skv. þjóðskrá: Íbúð 114,4fm, geymsla I 13,3fm, geymsla II, 1,4fm.
Forstofa, eldhús, 2x stofur, gangur, baðherbergi, þvottahús, 2x svefnherbergi (annað þeirra hluti af stofu í dag), 2x geymslur.

Vönduð tæki og innréttingar frá AEG, HTH ofl.
Allt parket á eigninni er gæðaparket frá Agli Árnasyni.

Hæð:
Forstofa með parketi á gólfi og fatahengi. Frá forstofu er gengt niður í sameign til vinstri og inn í íbúð beint af augum þegar komið er inn.
Eldhús er á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúð frá forstofu. Eldhúsið var endurnýjað árið 2014. Hvít/mött HTH innrétting með innfelldri uppþvottavél og ísskáp sem fylgja, AEG gashelluborð og AEG ofn innfelldur í innréttingu.
Stofurnar tvær eru mjög stórar og bjartar, þær eru samliggjandi, auk þess sem búið er að opna inn í rými sem áður var svefnherbergi og gera það hluta af stofu, (auðvelt að gera aftur að herbergi). Parket á gólfum, fallegir upprunalegir loftlistar, stórir og góðir gluggar í tvær áttir sem gerir rýmin ákaflega björt. Ofnar sandblásnir og blásið úr þeim, lakkaðir. Fyrir þá sem þurfa fleiri svefnherbergi væri vel hægt að nýta aðra stofuna sem stórt svefnherbergi og enn væri mjög rúmgóð stofa.
Svefnherbergi I (hjónaherbergi) er rúmgott með parketi á gólfi, og glugga í austur.
Svefnherbergi II er eins og áður sagði hluti af stofu í dag, en hægt að breyta til baka.
Baðherbergið er rúmgott, einstaklega stílhreint og fallegt, með baðkari og sturtu yfir gólfi með innfelldum blöndunartækjum og glervegg. Vegghengt salerni og flísalagðir veggir að mestu. Einstaklega skemmtilegt gólfefni (grófar dúkflísar sem er þægilegt að ganga á). Handklæðaofn og handlaug. Gluggi í norður.
Þvottahús er inni í íbúð, og var áður baðherbergi, parket á gólfi, gluggi í norður, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig er þvottahús í sameign í kjallara, hver með sína vél.
Gangur, stuttur gangur/hol er í íbúðinni, sem liggur að baðherb., þvottahúsi, svefnherbergi I, og stofu. Ullarteppi á gólfi.

Lóð:
Sérstæði
fylgir eigninni á lóð, en þar er einnig þinglýst réttindi hæðarinnar til byggingar bílskýlis, fáist leyfi hjá byggingarfulltrúa. Þar stendur lítill geymsluskúr í dag, sem fylgir eigninni.
Garðurinn er gríðarlega stór og fallegur í góðri rækt, með fallegri steingirðingu umhverfis garðinn.

Kjallari:
Geymsla I, er 13,3fm, væri einnig vel nýtanleg sem svefnherbergi f. ungling.
Geymsla II er 1,4fm undir tröppum.
Kyndiklefi með salerni og handlaug.
Þvottahús, hver með sína vél.

Ástand og viðhald skv. eiganda:
Farið var í steypuviðgerðir á húsi sl. sumar
rafmagnstafla og dregið í nýtt rafmagn, rofar og dimmerar, haust 2014.
Stendur til að mála hús og þak í vor/sumar á kostnað seljanda.
Dren og skólplagnir endurnýjað haust 2014.
Stendur til að skipta um gler og gluggalista í vor/sumar á kostnað seljanda.

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

130,7 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 84.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 64.550.000 ISK
Brunabótamat 38.240.000 ISK
Stærð 130,7 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1938
Lyfta nei
Bílskúr nei
Garður
Greiðslubyrði* 356.580 ISK
Útborgun** 16.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)