Fannafold 32 - 120.000.000 kr - 247,0 ferm. - 5 svefnherbergi

Einbýlishús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Fannafold 32, Grafarvogi er SELD með fyrirvara og margir kaupendur á skrá sem eru að leita að góðri séreign í Grafarvogi. Sumir geta boðið upp á langa afhendingu. Við erum með 24 kaupendur á skrá sem eru leita að rað-par-eða einbýlishúsi í Grafavogi. Einnig langan lista í öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Mjög mikil eftirspurn eftir vönduðum eignum.

Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: fjölskylduvænt og vel staðsett einbýlishús á tveimur hæðum við Fannafold 32 í Grafarvoginum. Húsið stendur á endalóð í rólegri botnlanga götu með grónum og skjólgóðum garði, bílskúr sem var innréttaður sem íbúð. 5 svefnherbergi eru í húsinu og möguleiki á að hafa þau fleiri. Húsið er samtals 247 fm að stærð og þar af er bílskúrinn 40,5 fm.


Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is
 
Núverandi skipulag eignarinnar;
Á aðalhæðinni er forstofa, gestabaðherbergi, þvottahús með útgengi út í garð, svefnherbergisgangur með 3 svefnherbergjum og baðherbergi, sjónvarpshol með útgengi út á pall, eldhús, stofa-og borðstofa. Á efri hæðinni er mjög rúmgott alrými og 2 rúmgóð svefnherbergi. Sér inngangur er í bílskúrinn.    

Smelltu hér til að skoða teikningar af húsinu.

Lýsing eignar:
Aðalhæð:

Forstofa: Flísar á gólfi og hvítur fataskápur með hillum.  
Eldhús: Upprunaleg eldhúsinnrétting úr beyki með gegnheilum beyki borðplötum, góðu skápaplássi, efri og neðri skápar með flísum á milli. Keramik helluborð og vifta, korkur á gólfi.
Stofa/borðstofa: Opið er úr eldhúsi inn í borðstofu, stofan er björt með fallegum hornglugga, flísar á gólfi.   
Sjónvarpshol: Er opið rými með útgengi út á pall, parket á gólfi. 
Svefnherbergi 1: Rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp. 
Svefnherbergi 2: Parket á gólfi og fataskápur. 
Hjónaherbergi: Rúmgóður fataskápur og parket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott með upprunalegri innréttingu, sturtuklefi, baðkar og flísar á gólfi.
Þvottahús: Er innaf forstofu með útgengi út í garð, borðplata með vaski og flísar á gólfi.
Gestasalerni: Klósett, vaskur og flísar á gólfi.   

Efri hæð:
Fjölskyldurými: Mjög rúmgott með þakgluggum og parketi á gólfi,  rými sem býður upp á ýmsa möguleika. 
Svefnherbergi 4: Rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 5: Rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi og auðveldlega hægt að breyta þessu í tvö herbergi.  

Bílskúr: Með sérinngangi, bílskúrshurð og geymslu. Bílskúrinn var upphaflega innréttaður sem íbúð og því er eldhúsinnrétting með eldavél til staðar og allar lagnir fyrir klósett og baðherbergi. Bílaplan er rúmgott og hellulagt með snjóbræðslu. Garðurinn er gróin og skjólsæll, pallur er að hluta til við húsið en hann þarfnast endurnýjunar.      

Hér er um að ræða vel skipulagt og fjölskylduvænt einbýlishús á góðum stað í barnvænu hverfi með möguleika á útleigueiningu í bílskúrnum. Göngufæri er í skóla-, leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu. Göngu- og hjólastígar eru allt um kring og grænt svæði með góðu leiksvæði er við húsið.   

Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is
 

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis?  Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

247,0 m2 5 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund Einbýlishús
Verð 120.000.000 kr
Áhvílandi Ekki skráð
Fasteignamat 98.650.000 kr
Brunabótamat 84.600.000 kr
Stærð 247,0 fermetrar
Herbergi 9
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 2
Byggingarár 1985
Lyfta nei
Bílskúr
Bílskýli nei
Garður nei
Greiðslubyrði* 504.000 kr
Útborgun** 24.000.000 kr
Skráð 28.07.2022

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)