Hverafold 22 - 119.800.000 kr - 222,8 ferm. - 7 herbergi

Raðhús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

***NÝTT Á SKRÁ-RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ*** 
Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Fallegt og vel við haldið miðjuraðhús á einni hæð í grónu og einu vinsælasta hverfinu í Grafarvoginum að Hverafold 22. Húsið er vel skipulagt og bjart með gólfsíðum gluggum í stofu og sólstofu. Gengið er úr stofu út á hellulagða verönd og gróin og skjólgóðan garð sem snýr í suðvestur. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar. Búið er að skipta um þak, þakglugga, þakkant og allt gler í gluggum í húsinu.   

Húsið er skráð 198,3 fm að stærð og þar af er bílskúr með geymslulofti skráður 24,5 fm að stærð. Húsið skiptist í forstofu, hol, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, eldhús og borðstofu, stofu með arni og sólstofu.   

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í OPIÐ HÚS OG FÁ SENDAN UPPLÝSINGABÆKLING

Fasteignamat 2024 verður 123.050.000 

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is 

        Nánari lýsing á eign:
Komið er inn í forstofu sem er með flísum á gólfi og fataherbergi. Inn af forstou er rúmgott herbergi með tvöföldum hvítum fataskápum og korkflísum á gófli. Gestabaðherbergi er einnig innaf forstofu sem er flísalagt í hólf og gólf með innréttingu og möguleiki er á að setja sturtu þar. Síðan er gengið inn í parketlagt rúmgott hol sem er með sérsmíðuðum vegghengdum skenk úr eik. Eldhúsið er á hægri hönd með borðkrók og U-laga eikarinnréttingu sem er með efri-og neðri skápum og flísum á milli. Spanhelluborð sem er umleikið graníti, innbyggð vifta og nýlegur ofn. Korkflísar á gólfi. Borðstofan er nýtt sem sjónvarpshol í dag og er með parketi á gólfi. Stofa og sólstofa eru eitt opið og bjart rými með sérsmíðuðum skenk og skápum úr kirsuberjavið sem eru mjög góðar hirslur og granít borðplötu. í stofu er fallegur arinn sem er klæddur með ljósum stein. Gólfsíðir gluggar eru í stofu og gengið er út á hellulagða skjólgóða verönd og gróin garð sem snýr í suðvestur. Parket er á gólfi í stofu og sólstofan er flísalögð. Á svefnherbergisgangi eru 3 svefnherbergi með góðum fataskápum og útgengt er úr hjónahergi út á veröndina. Gólfefni á svefnherbergjum eru harðparket og dúkur. Fallegt og rúmgott endurnýjað baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með góðri sturtu sem er með gler rennihurðhurð, baðkari, upphengt salerni og handklæðaofn. Sérsmíðuð baðinnrétting sem er með góðu skápaplássi og efri speglaskápum og granítborðplötu. Mikil lofthæð er á baðherberginu og þakgluggi sem gefur góða birtu. Þvottahús er við hlið baðherbergis og er flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu og skolvaski. Bílskúrinn er með geymslulofti, rafmagnshleðslustöð, sjálfvirkum hurðaopnara, hillum og vask. Hiti er í bílaplani sem er hellulagt.        
             
Hér er um að ræða fallegt og vandað 7 herbergja miðjuraðhús á einni hæð í grónu og vinsælu hverfi í Foldunum í Grafarvoginum þar sem sem stutt er í skóla-,leikskóla og alla helstu verslun, þjónustu og fallegar gönguleiðir.   

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

222,8 m2 4 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund Raðhús
Verð 119.800.000 kr
Áhvílandi 0 kr
Fasteignamat 112.400.000 kr
Brunabótamat 99.200.000 kr
Stærð 222,8 fermetrar
Herbergi 7
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 1989
Lyfta nei
Bílskúr
Bílskýli nei
Garður nei
Greiðslubyrði* 503.160 kr
Útborgun** 23.960.000 kr
Skráð 15.09.2023

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)