Raðhús - 200 Kópavogur
EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA. GRÍÐARLEGUR ÁHUGI VAR Á EIGNINNI OG MÖRG TILBOÐ BÁRUST. VIÐ ERUM MEÐ 38 KAUPENDUR Á SKRÁ AÐ LEITA SÉR AÐ SÉRBÝLI Í HVERFINU.
Pantaðu verðmat fyrir þína eign.
HÚSASKJÓL OG ÁSDÍS RÓSA LÖGFRÆÐINGUR OG LGF KYNNA Í EINKASÖLU MJÖG FALLEGT OG MIKIÐ ENDURNÝJAÐ 217,1 FM RAÐHÚS Á 3 HÆÐUM VIÐ BIRKIGRUND 40 Í KÓPAVOGI. MÖGULEIKI AÐ LEIGJA ÚT ÍBÚÐ Í KJALLARANUM.
Falleg aðkoma er að húsinu þar sem nýlega var hellulagt og settur hiti í planið.og tröppur múraðar.
Miðhæð: Komið er inn í flísalagða forstofu með skáp, gesta salerni er inn af forstofu. Þaðan er gengið í rúmgott og bjart alrými með stofu, eldhúsi og borðstofu og gengið út á stóran pall og sólríkan og skjólgóðan garð. Nýlegt harðparket er á hæðinni og eldhúsinnrétting er í U með góðu vinnuplássi. Gluggar í stofu eru veggja á milli.
Efri hæð: 4 mjög rúmgóð herbergi með harðparketi og skápar í 2 herbergjum. Svalir eru sunnanmegin eftir endilöngu húsinu. Baðherbergi er flísalagt, sturta, handklæðaofn og hvít eldri innrétting. Yfir hæðinni er háaloft sem er nýtt í dag sem geymsla.
Kjallari er með sérinngangi, flísalögð forstofa með hengi. Þvottahús er nýlega endurnýjað með góðu borðplássi og vélum í vinnuhæð. Rúmgott baðherbergi sem er flísalagt og með sturtu. Stór geymsla og eitt mjög stórt herbergi/stofa með gluggum út í garð. Í dag er opið á milli hæða og húsið nýtt sem ein heild en möguleiki er að hafa séríbúð í kjallaranum.
Bílskúr er 25,5 fm. Bjartur með góðum gluggum og rafdrifinni hurð. Hleðslustöð er fyrir rafmagnsbíl.
Húsið hefur fengið gott viðhald sjá ítarlegri upplýsingar í upplýsingabæklingi.
*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***
Birkigrundin er vinsæll staður á veðursælum stað í Fossvogsdalnum, stutt í skóla og leikskóla og helstu útivistarperlur borgarinnar í Fossvogsdal, Nauthólsvík og Elliðaárdal eru við túnfótinn án þess að fara yfir götur. Einstök staðsetning!
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Tegund | Raðhús |
Verð | 144.800.000 kr |
Fasteignamat | 121.300.000 kr |
Brunabótamat | 97.070.000 kr |
Stærð | 217,1 fermetrar |
Herbergi | 6 |
Svefnherbergi | 5 |
Baðherbergi | 3 |
Byggingarár | 1974 |
Lyfta | nei |
Bílskúr | já |
Bílskýli | nei |
Garður | nei |
Skráð | 26.08.2024 |