Covid-19

Covid -19 Vinnureglur

Við erum öll Almannavarnir og við hjá Húsaskjóli leggjum okkar að mörkum.

Til að tryggja 2ja metra regluna og fjöldatakmarkanir höfum við því tekið upp

eftirfarandi vinnureglur:

Opin hús:

1. Eingöngu er hægt að mæta ef viðkomandi á tíma. Ekki er lengur hægt að mæta óbókaður í opin hús

2. Gefa verður upp fjölda gesta sem mæta í opin hús til að tryggja að ekki séu of margir inní í einu

3. Gert er ráð fyrir hver hópur mæti á 15 mínútna fresti og sé inni í hámark 30 mínútur í einu. Þurfi aðilar lengri tíma er bókuð einkasýning fyrir viðkomandi..

Seljendur:

1. Hafa spritt við innganginn

2. Hafa öll ljós kveikt

3. Hafa allar gardínur uppdregnar

4. Hafa allar hurðir opnar

5. Sé um sameign að ræða, skilja hana eftir opna

Kaupendur:

1. Koma á réttum tíma og virða tímamörk

2. Virða 2 m. regluna

3. Mæta með sína eigin hanska og grímu ef vill

4. Spritta sig bæði þegar þið komið og farið

5. Ekki snerta fleti heldur láta fasteignasala opna ef þörf krefur

Áfram verður boðið upp á einkasýningar eins og áður.