Jóhanna Kristín hefur störf hjá Fasteignasalanum
Jóhanna útskrifaðist með BA gráðu í Atvinnulífsfélagsfræði frá Háskóla Íslans árið 1997. Frá útskrift hefur hún starfað hjá Nýherja, Reykjavíkurborg, Sparisjóði Vélstjóra, Kópavogsbæ og Garðabæ.
Jóhanna bjó í Kanada ásamt fjölskyldu sinni í þrjú ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á fasteignum og hefur m.a. séð um endurbyggingu á gömlu húsnæði ásamt því að sjá um byggingu á nýju húsi frá grunni.
Jóhanna er gift, á tvær dætur og býr í Garðabæ.
Hún mun hefja nám til Löggildingar Fasteignasala í haust.