Heildarmat fasteigna á landinu hækkar um 7,4%
Mat fasteigna í landinu hækkar um 7,4% frá síðasta ári og er heildarmat fasteigna á Íslandi nú 4.715 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2013 sem Þjóðskrá Íslands birtir í dag. Fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna eins og það var í febrúar 2012 og byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum.
Íbúðaeignir metnar á 3.105 milljarða króna
Samkvæmt hinu nýja fasteignamati hækka 125 þúsund íbúðaeignir á öllu landinu um 8,3% á milli ára og er samanlagt fasteignamat þeirra 3.105 milljarðar króna. Af þessum eignum hækkar mat á 90,3% eigna en mat á 9,7% eigna lækkar frá fyrra ári. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli en utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið, þar hækkar fasteignamat á sérbýli meira en á fjölbýli. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 5,4% frá síðasta ári og er breytingin svipuð á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Frístundahúsnæði hækkar hins vegar að jafnaði mest á milli ára eða um 8,8%.
Hækkun fasteignamats 2013 | Sérbýli | Fjölbýli | Atvinnuhúsnæði |
Landið allt |
7,9% |
8,7% |
5,4% |
Höfuðborgarsvæðið |
9,3% |
9,6% |
5,5% |
Utan höfuðborgarsvæðisins |
5,4% |
3,4% |
5,3% |
Heimild... |
|
|
Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.