Afsal, nýr fasteignaþáttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut
Afsal, þáttur um fasteignamál á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, alla fimmtudaga í sumar kl. 21:00 - Stjórnandi þáttarins er Rakel Sveinsdóttir
Rakel rýnir í fasteignamálin í sumar og ræðir við sérfræðinga um fasteignakaup frá ýmsum sjónarhornum: fréttatengd umræða, góð ráð, er eitthvað að seljast?, fjármögnun, lögbundnar skyldur kaupenda og seljenda og fleira. Fræðandi
og upplýsandi þættir sem varða stærstu eign flestra landsmanna.