Viðskiptabankarnir þrír taka mismikið tillit til leigutekna
Grein mbl.is 27.5.2016:
Viðskiptabankarnir þrír; Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, taka mismikið tillit til leigutekna í greiðslumati vegna húsnæðiskaupa.
Landsbankinn horfir alfarið fram hjá leigutekjum, Íslandsbanki tekur 50% leigutekna með í reikninginn en hjá Arion banka er horft á hvert tilfelli fyrir sig.
mbl.is sendi viðskiptabönkunum skriflega fyrirspurn og fékk ofangreind svör. Þá var óskað eftir rökstuðningi og allir vísuðu í túlkun Fjármálaeftirlitsins varðandi áhættuvog útlána með veði í fullbúnu íbúðarhúsnæði.
Þar segir m.a. að ein af forsendum þess að nota megi 35% áhættuvog á lán tryggð að fullu með veði í fullbúnu íbúðarhúsnæði á Íslandi sé að „greiðslugeta lántakanda sé ekki verulega háð tekjum af eigninni.“
Smellið hér til að lesa greinina í heild.
Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600