Magnús Árni Skúlason er hagfræðingur hjá Reykjavik Economics sem vann nýverið skýrslu fyrir Íslandsbanka um stöðuna á húsnæðismarkaðnum. Hann segir stóra árganga, aldamótakynslóðina svokölluðu, vera á leið út á fasteignamarkaðinn þótt aldur þeirra sem kaupi sína fyrstu eign fari nú hækkandi. Fólk búi nú lengur í foreldrahúsum en áður og kaupendur fyrstu eignar því eldri en áður.
„Fyrstu kaup hafa alltaf verið erfið hér á landi en nú virðist sem þau séu að verða yfirstíganlegri,“ segir Magnús. Meðal þess sem auðveldar fyrstu kaup nú, að sögn Magnúsar, eru betra atvinnuástand ungs fólks, aukinn kaupmáttur og allt að 90% lánshlutfall. Auk þess hjálpar séreignasparnaðarúrræði stjórnvalda og afsláttur af stimpil- og lántökugjöldum.
Aðspurður segir Magnús hlufallið eins og það er nú vera fara að nálgast það sem eðlilegt megi telja. Í Bandaríkjunum sé hlutfallið um 30% en þar séu með taldir þeir sem ekki hafi átt húsnæði í tiltekið mörg ár. Í Bretlandi var hlutfallið á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs 22%.
Upplýsingar Þjóðskrár um fyrstu kaup ná aftur til ársins 2008 en heimild til lægri stimpilgjalda nær aftur til þess árs. Fyrir þann tíma var ekki haldið sérstaklega utan um upplýsingar um fyrstu kaup.
Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild
Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600