Auðarstræti 13 - 76.700.000 kr - 85,4 ferm.

Hæð - 105 Reykjavík

Lýsing eignar

SKRÁÐU ÞIG Í OPIÐ HÚS OG FÁÐU UPPLÝSINGABÆKLING HÉR

Böðvar Reynisson löggiltur fasteignasali veitir upplýsingar um eignina í síma 766-8484 eða bodvar@husaskjol.is 

Einstaklega stílhrein og hugguleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð í þríbýli á þessum vinsæla stað í Norðurmýrinni í Rvk. Mikið hefur verið endurnýjað í eigninni á síðustu árum. Eldhús og baðherbergi voru endurnýjuð árið 2018 með stílhreinum og fallegum hætti og vandað gegnheilt parket er á gólfum. (sjá viðhaldssögu hér að neðan). Eignin er í rólegu og barnvænu umhverfi en nýtur þó þeirra kosta sem návist miðbæjarins hefur í för með sér, með allri þeirri þjónustu og afþreyingu sem honum fylgir í göngufjarlægð. Sundhöllin, Klambratún/Kjarvalsstaðir, skólar, leikskóli, leikvöllur, Landspítalinn og Domus medica eru t.a.m. í göngufjarlægð, auk veitingastaða og verslana miðborgarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. 

Skipting eignar: 
Forstofuhol, 2x svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, geymsluris yfir allri íbúðinni, sérgeymsla í kjallara og þvottahús í sameign. 

Lýsing eignar:
Forstofuhol með parketi á gólfi, sem liggur að öllum rýmum íbúðarinnar, kústaskápur. Gegnheild parket á gólfi. 
Eldhús og borðstofa eru rúmgott, opið og bjart rými með fallegri hvítri innréttingu frá Eirvík með eldavél, t.f. uppþvottavél, eikarborðplötu og hvítum flísum yfir innréttingu. Horngluggi er á rýminu og gegnheilt parket á gólfi. (Eldhús endurnýjað 2018)
Stofan er björt með hornglugga út í garð, gegnheilt parket á gólfi.
Svefnherbergi I / hjónaherbergi, rúmgott og bjart með rúmgóðu innfelldu fatarými og fataskápum, gluggi út í garð og gengt út á svalir. Gegnheilt parket er á gólfi. 
Svefnherbergi II, gott herbergi með glugga í vestur, gegnheilt parket á gólfi. 
Baðherbergi er stílhreint og fallegt með baðkari m. sturtu, fallegri handlaug, upphengdu salerni, retro flísum á gólfi með tíglamynstri, og hvítum flísum á veggjum. Opnanlegur gluggi er á baði. (Endurnýjað 2018) 
Geymsluris er yfir íbúðinni og gengt upp í ris frá forstofuholi. Búið var að fá vilyrði árið 2005 til að lyfta þaki og setja kvista, án þess þó að hægt sé að ábyrgjast að slíkar framkvæmdir yrðu samþykktar.
Sérgeymsla í kjallara (en íbúðir hússins hafa rétt til aðgangs að lögnum í rýminu). 
Þvottahús í sameign. 
Góður sameiginlegur garður.
Sameiginlegur bílskúrsréttur er á lóðinni sbr. eignaskiptayfirlýsingu. 

Viðhald síðustu ára skv. seljanda:
Þétting og húðun á þaki 2010
Skolp og dren 2015
Epoxy gólf þvottahús og geymsla í séreign 2015 ásamt endurnýjun niðurfalla fráveitulagna þvottahúss.
Nýjar vatnslagnir heitt og kalt 2017
Niðurfall gegnum svalir skipt út 2016
Önnur niðurföll skipt út 2018 
Hellulögn við innganga 2016
Urethan inndæling í plötuskilasprungu og glutta 2024
Skipt um þrýstijafnara 2018
Skorsteinn klæddur 2018
Rafmagn yfirfarið og sett ný rafmagnstafla í eldhús 2018
Baðherbergi endurnýjað allt nýtt vaskur bað salerni 2018
Eldhús endurnýjað 2018
Gegnheilt plankaparket á gólfum slípað og olíuborið 2021

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

85,4 m2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Hæð
Verð 76.700.000 kr
Fasteignamat 69.800.000 kr
Brunabótamat 45.100.000 kr
Stærð 85,4 fermetrar
Herbergi Ekki skráð
Svefnherbergi Ekki skráð
Baðherbergi 1
Byggingarár 1938
Lyfta nei
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður
Skráð 03.07.2025

Upplýsingabæklingur/opið hús

Deila eign



Pin it