Söluferlið

Undirbúningur og verðmat

Allt hefst með því að þú ert að hugsa þér til hreyfings. Gott er að byrja á því að koma til okkar og fá frítt verðmat.

Söluumboð undirritað

Samkvæmt lögum um störf fasteignasala má ekki hefja vinnu við að selja íbúð fyrr en söluumboðið hefur verið undirritað. Við vitum að fólk hefur mismunandi þarfir og því býður Húsaskjól upp á fjóra mismunandi sölupakka, allt eftir því hvað hentar þér best. Þú velur þína þjónustuleið um leið og söluumboðið er undirritað og síðan slakar þú á, á meðan við sjáum um að selja.

Meira

Öflun gagna

Að selja og kaupa fasteign er ein stærsta ákvörðunin sem við tökum í lífinu. Því skiptir höfuðmáli að vanda vel til allrar skjalagerðar. Við sjáum um að sækja öll skjöl sem þarf samkvæmt lögum og einnig fyllir seljandi út ástandsskýrslu þannig að kaupandi hafi sem bestar upplýsingar um eignina.

Meira

Myndatökur og stílisering

Við vitum að það skiptir höfuðmáli að undirbúa eignina vel fyrir sölu. Við byrjum á því að panta stílistann sem hjálpar þér að undirbúa eignina sem best fyrir söluferlið. Þegar eignin er tilbúin þá pöntum við fagljósmyndara og videoupptökur (fer eftir valinni þjónustuleið).

Meira

Markaðssetning eignarinnar

Þegar eignin er tilbúin þá byrjum við á því að setja hana á fasteignavefina sem og okkar samfélagsmiðla (YouTube, Facebook og Instagram). Umfang kynningar fer eftir þjónustuleiðinni sem er valin. Við sendum áhugasömum kaupendum sem eru á skrá hjá okkur upplýsingar og auglýsum opið hús.

Eftirfylgni

Við fylgjum öllum kaupendum eftir, hvort sem þeir koma í opið hús eða einstakar sýningar. Seljandinn fær síðan skýrslu reglulega um framvindu eignarinnar og hvernig kaupendum leist á hana.

Tilboð

Kaupandinn leggur inn tilboð með mismunandi fyrirvörum, við förum fyrir tilboðið með seljanda og hann annað hvort tekur því, gerir gagntilboð eða hafnar því. Þegar komið er samþykkt tilboð þá er það ígildi kaupsamnings og ekki hægt að breyta nema báðir aðilar samþykki það. Samþykkt tilboð fer til samningadeildar Húsaskjóls sem sér um fylgja eftir öllum fyrirvörum og bóka í kaupsamning

Kaupsamningur

Þegar búið er að leysa úr öllum fyrirvörum og allri skjalagerð lokið þá boðar samningadeildin í kaupsamning. 1-2 dögum fyrir kaupsamning fá bæði kaupendur og seljendur upplýsingar um allan kostnað sem þarf að greiða og afrit af kaupsamningi til yfirlestrar. Kaupendur greiða allan kostnað vegna kaupa við kaupsamning og seljendur greiða sölulaunin einnig við kaupsamning.

Meira

Afhending

Núna geta kaupendur farið að njóta þess að koma sér fyrir í nýju eigninni sinni. Kaupendur og seljendur hittast í eigninni og seljendur afhenda eignina formlega. Húsaskjól mælir alltaf með því að skoða eignina mjög vel og ef það eru einhverjar athugasemdir við afhendinguna að koma þeim skriflega til seljanda strax og þeirra verður vart.

Afsal

Þetta er síðasti hluti sölumeðferðarinnar. 1-2 dögum fyrir væntanlegan afsalsdag hefur samningadeildin samband við bæði kaupendur og seljendur, bókar á afsalsfund og sendir afrit af endanlegu kostnaðaruppgjöri sem kaupendur þurfa að greiða. Þegar afsali hefur verið þinglýst eru kaupendur orðnir einir umráðamenn viðkomandi fasteignar og geta ráðstafað henni að vild.

Meira