fimmtudagur 16.03.2023

6 ástæður fyrir því að eignin þín selst ekki

Eignin er yfirverðlögð: Ef eignin er yfirverðlögð eru góðar líkur á því að kaupendur nenni ekki á staðinn til að skoða og ef þeir gera tilboð þá má búast við því að þeir bjóði vel undir.

Lélegar myndir: Það er gífurlega mikilvægt að fanga athygli kaupenda og góðar myndir eru alltaf byrjunin. Það nenna fáir að lesa lýsingu um eign sem er með lélegar myndir. Bara nákvæmlega eins og á Tinder. 

Yfirhlaðin eign: Það er erfitt að skoða yfirhlaðna eign og kaupendur eiga erfitt með að sjá sig í henni. Mjög mikilvægt er því að stílisera eign fyrir sölu og hafa hana sýningarhæfa allan tímann

Lélegt aðgengi að sýningum: Það er mikilvægt að geta sýnt eignina reglulega og ef það er ekki hægt að sýna hana nema örsjaldan er betra að bíða með að setja hana á markað.

Engin markaðsherferð: Til að ná hámarkssýnileika þarf að markaðssetja eignir sem víðast. Gott fyrsta skref er að biðja fasteignasalann þinn um að fara vel yfir markaðsherferðina sem hann ætlar að nota við að selja eignina þína.

Samningar nást ekki saman: Oft koma tilboð en það næst ekki að loka þeim. Þegar hægir á markaði þá þarf fagmann sem hefur reynslu og kunnáttu til að ná saman tilboðum.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur