Fífulind 1 - 63.500.000 ISK

fjölbýlishús - 201 Kópavogur

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ BÓKA TÍMA Í SÖLUSKOÐUN OG PANTA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA.

6 herbergja íbúð á efstu hæð. Íbúðin er á 2 hæðum og með 5 svefnherbergi. Íbúðin er á tveimur hæðum og heildarstærð eignar er 158,6 fm, þar af geymsla í sameign 5,3 fm. Sérmerkt stæði númer 401 fylgir búðinni fyrir utan hús.

Lýsing eignar:
Neðri hæð: Gengið er inn um sameign og upp á 4ju hæð. Íbúðin er með sérinngangi af svölum. Komið er inn í forstofu með korkparketi. Þaðan er gengið inn í hol með fataskáp og parketi. 3 svefnherbergi eru á hæðinni, öll með parketi og 2 með skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting, baðkar og gluggi. Eldhús er með innréttingu á 2 veggjum, efri og neðri skápar. parket á gólfi og borðkrókur við glugga. Við hlið eldhús er þvottahús með máluðu gólfi. Tengi fyrir þvottavél og þurkara og hillur. Stofan er við hlið eldhúss, parket á gólfi og gengið út á svalir sem snúa í hásuður.
Gengið upp hringstiga á efri hæð. 2 svefnherbergi á hæðinni. Annað mjög rúmgott, bæði með parketi á gólfi.

Húsið og íbúðin hefur fengið töluvert viðhald:
2016 var skipt um alla ofna í íbúðinni nema í þvottahúsi. Allir gluggakarmar innan íbúðar voru málaðir haustið 2019. Gler endurnýjað í stofugluggum og eldhúsi (einnig opnanlegt fag) 2018 og svalahurð 2019.
2019 var þakið endurnelgt og málað auk þakskeggsins, einnig voru rennur hallastilltar. Nýlega var hellulagt fyrir framan húsið. Allir glerlistar/gluggalistar voru málaðir 2017

Staðsetning og nærumhverfi:
Sérstaklega fjölskylduvænt hverfi. Ansi víða eru litlir leikvellir. Í nágrenninu er íþróttamiðstöð Versalir. Í íþróttamiðstöðinni er sundlaug, líkamsræktarstöð og íþróttafélagið Gerpla. Lindaskóli er hverfisskólinn, næstu leiksskólar eru Dalur, Núpur. Matvöruverslanir, heilsugæslustöð og fleira er allt í göngufæri. Stutt er í Bónus og Krónuna, bæði Lindir og Smáratorg eru í nokkura mínútna göngufæri þar sem hægt er að nálgast helstu þjónustu. Kópavogsdalurinn er í næsta nágrenni. Gönguleið er um þveran og endilangan dalinn. Hægt er að gefa öndunum brauð en það er búið að koma garðskýli fyrir út á vatninu sem er tengt með bryggju frá bakkanum. Kópavogsdalur er mjög falleg náttúruperla og hefur mjög marga útivistarmöguleika. Ennfremur er örstutt í Guðmundarlund, Vífilstaðarvatn og Heiðmörk.

Samantekt:
Rúmgóð og fjölskylduvæn íbúð í mjög vinsælu hverfi með merktu sérstæði fyrir framan húsið.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma: 863-0402

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

158,6 m2 5 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 63.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 57.250.000 ISK
Brunabótamat 47.500.000 ISK
Stærð 158,6 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 1
Byggingarár 1997
Lyfta nei
Bílskúr nei
Garður
Greiðslubyrði* 266.700 ISK
Útborgun** 12.700.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)