Þrastarhólar - 48.900.000 ISK

fjölbýlishús - 111 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Falleg og vel skipulögð 4ra - 5 herb. 120,4 fm íbúð á efstu hæð auk bílskúrs 24,5 fm. Anddyri hússins er á milli fyrstu og annarrar hæðar, þannig að aðeins er gengið upp 1,5 hæð að íbúðinni.
Húsið er í góðu ástandi, var málað að utan og þétt með gluggum fyrir tveimur árum, þakið var málað fyrir 4 árum. Sameign er snyrtileg og allt umhverfi er vel um gengið og gróið. Auðveldlega má bæta við 4. svefnherberginu, með afstúkun frá stofu.

Nánari lýsing:
Forstofa / hol
er rúmgott með stórum nýlegum fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa / borðstofa er stór og björt, harð-parket á gólfi og útgengi á stórar suður svalir.
Eldhús er með nýrri innréttingu og borðkrók, flísum á gólfi.
Þvottahús og búr er inn af eldhúsi með hvítum efri skápum, geymsluhillum og skolvaski.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum, harð-parketi á gólfi og útgengi á vestur svalir.
Barnaherbergin eru 2 annað með fataskáp, harð-parket á gólfum.
Baðherbergið er með glugga, vaski í innréttingu, baðkari og sturtuklefa, gólf og sturutuklefi er flísalagt og veggir að hluta.
Bílskúr með rafmagns hurðaopnara, heituog köldu vatni og geymslulofti.
Sér geymsla með hillum er í sameign. Sameiginleg vagna og hjólageymsla.
Ljósleiðari er tengdur við íbúðina.

Í kjallara er 34 fm óskipt sameign sem hefur verið notað sem leikherbergi og eða viðbótar vagna og hjólageymsla, en býður upp á ýmsa möguleika að fengnu samþykki allra eigenda.

Þrastarhólar 6 – 10 mynda fallega og veglega heild, þar eru næg bílastæði og stutt í skóla, sundlaug, verslun og þjónustu. Gönguleiðir með Elliðaánum eru innan seilingar

Upplýsingar veitir Guðbrandur Kristinn Jónasson lgfs. Gsm 896 3328, gudbrandur@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

144,9 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 48.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 47.200.000 ISK
Brunabótamat 45.290.000 ISK
Stærð 144,9 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1979
Lyfta nei
Bílskúr
Greiðslubyrði* 205.380 ISK
Útborgun** 9.780.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)