Lindargata 58 - 47.900.000 ISK

hæð - 101 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Lindargata 58 er seld og er í fjármögnunarferli. Hún seldist á 2 vikum og við erum með 35 kaupendur sem eru að leita að 3ja-4ra herbergja íbúð í 101,105 og 107. Mikill kostur ef það er sérinngangur

E
rtu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar


SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ BÓKA TÍMA Í SÖLUSKOÐUN OG PANTA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA.

Sérhæð á 2. hæð með sérinngangi í reisulegu og friðuðu húsi í 101 Reykjavík. Húsið hefur fengið gott viðhald og íbúðin er algjörlega endurnýjuð að innan. Eigendur héldu gamla stílnum og hérna er tækifæri til að eignast alveg endurnýjaða eign í gamla og rómantíska stílnum. Húsið var endurnýjað að utan 2003 (þak, þakrennur, klæðning, gluggar, gler). Íbúðin var algjörlega endurnýjuð að innan 2020 og hefur ekki verið búið í henni eftir endurnýjun. Íbúðin er í dag 3ja herbergja en hægt er að stúka 3ja svefnherbergið af stofunni.

Þetta er ein af þessum eignum sem koma sjaldan til sölu. Algjörlega endurnýjuð þar sem gamli stíllinn hefur fengið að halda sér.


Í hjarta miðbæjarins, 101 Reykjavík, stendur þetta snotra og friðaða hús í allri sinni reisn. Húsið var byggt árið 1907 og er í góðu standi að utan. Húsið er sannkallað augnakonfekt, hús með sál sem gleður. Upphaf byggðar á Lindargötu 50 – 62 má rekja til hinnar svokölluð byggingarsprengingar sem varð í Reykjavík í upphafi tuttugustu aldar og er byggingarstíll hússins í anda þessara aldar.

Gengið inn sérinngang og upp timburstiga, veggir klæddir máluðum panel. Baðherbergi með flísalagðri sturtu með hurð, flísar á gólfi og gluggi. Málaður panill á veggjum, upphengt salerni, innrétting og handklæðaofn. 2 svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði með fataskápum, harðparketi á gólfi og máluðum panel á veggjum. Rúmgóð stofa sem væri auðvelt að breyta í stofu og 3ja svefnherbergið (ofn uppsettur í rýminu ásamt rafmagnslögnum og tenglum sem gera ráð fyrir þriðja herberginu) Eldhús er með L-laga innréttingu, háf og uppþvottavél, gluggi í eldhúsi. Innaf eldhúsi er búið að stúka þvottarými fyrir þvottavél og þurrkara.

Í kjallara (utangengt) er sérgeymsla sem fylgir íbúðinni, hluti geymsla, hluti þvottahús
Allar raflagnir og pípulagnir hafa verið endurnýjaðar innan íbúðar.

Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa einstöku hæð á sölu. Hæðin er 73,3 fermetrar að stærð. Sjón eru sögu ríkari.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

73,3 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 47.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 41.100.000 ISK
Brunabótamat 20.850.000 ISK
Stærð 73,3 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1907
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 201.180 ISK
Útborgun** 9.580.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)