Bríetartún 11 - 59.400.000 ISK

fjölbýlishús - 105 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** OPIÐ HÚS Í BRÍETARTÚNI 11 MÁNUDAGINN 23.SEPTEMBER KL. 19:30-20:00. ÁSDÍS ÓSK VALSDÓTTIR, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI VERÐUR Á STAÐNUM OG VEITIR NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA: 863-0402 EÐA EMAIL: ASDIS@HUSASKJOL.IS ***

Stílhrein og björt íbúð á bezta stað í miðbænum - Bríetartún 11 - 3ja herbergja í lyftuhúsi. 2 svefnherbergi, 2 baðherbergi, 2 svalir.
Þetta er eign sem er vert að skoða.


SELJANDI SKOÐAR SKIPTI Á MINNI EIGN

Smelltu hér til að sjá eignamyndband af Bríetartúni 11

Í miðbænum á bezta stað er að finna þessa stílhreinu og björtu þriggja herbergja íbúð, í fjölbýlishúsi með lyftu. Íbúðin er á þriðju hæð og er splunkuný, með vönduðum innréttingum þar sem allt er stíl og heildarútlitið afar flott. Íbúðin er 106,4 fermetrar að stærð með geymslu (6 fm) og húsið er byggt árið 2018. Staðsetningin er afar góð fyrir þá sem heillast af 101 en fjölbýlishúsið stendur nánast á milli Hverfisgötu og Laugarvegarins í nánd við sjóinn. Himneskt útsýni er yfir miðborgina og það glittir í Hallgrímskirkjuturninn sem gleður augað. Miðbærinn iðar af fjölskrúðugu mannlífi og menningu og stutt í alla þjónustu fótgangandi.

Þegar inn er komið á íbúðina er gengið inn í bjarta og rúmgóða forstofu þar sem grátóna litur er í forgrunni. Góðir skápar eru til staðar og nýtast vel. Rúmgott baðherbergi kemur í framhaldinu. Baðherbergið er flísalagt með fallegum beige lituðum flísum og vandaðar innréttingar fylgja sem eru grátóna á litinn og borðplatan úr við. Litapallíetan á baðherberginu er rómantísk og hlý og vönduð hreinlætistæki til staðar ásamt hvítum handklæðaofn. Inn af baðherbergi er þvottahús með góðum innréttingum sem skapa góða vinnuaðstöðu í réttri hæð sem er mikill kostur.

Eldhús og stofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými þar sem skipulagið er í hnotskurn gott. Vönduð eldhúsinnrétting með höldum er á einum vegg og á gólfinu fyrir framan prýðir eyja rýmið. Eyjan er viðarklædd og yfir henni er stílhreinn háfur sem gerir mikið fyrir rýmið. Úr eldhúsi er útgengi á stórar og góðar svalir með timburgólfi sem kemur skemmtilegar út og stækkar rýmið enn frekar.

Tvö svefnherbergi fylgja hæðinni, annars vegar barnaherbergi og hins vegar hjónasvíta. Barnaherbergið er án skápa. Hjónasvítan er stór og rúmgóð þar sem skipulagið er einstaklega gott. Þar er mikið skápapláss til staðar og baðherbergi inn af svítunni. Þar sem ljósi liturinn er einnig í forgrunni á móti grátóna litnum. Snotur innrétting fylgir ásamt góðri sturtu og handklæðaofn. Einnig er útgengi út á svalir úr hjónasvítunni.

Hér er um að ræða splunkunýja vandað og fallega eign á bezta stað í miðbænum sem er mikill kostur. Það er ávallt góð tilfinning að vera í nýrri eign og gera hana að sínu. Hæðin er afhent án gólfefna sem er frábært fyrir verðandi eiganda sem getur þá valið það gólfefni sem honum hentar bezt. Allar hurðar á hæðinni eru hvítar nema aðaldyrnar eru svargráar á lit.

Frágangur á lóð er eins og bezt verður á kosið. Lóðin er barnvæn og tilbúið er leiksvæði fyrir börn og aðkoman að fjölbýlishúsinu er til fyrirmyndar. Snyrtileg og stílhrein í alla staði. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Staðsetning Höfðatorgs er mjög góð við miðborgina með skemmtilegri torga menningu og göngugötum. Torgið verður nýtt m.a. fyrir uppákomur og tengist fjölbreyttum veitingahúsum á svæðinu. Gott aðgengi og akstursleiðir eru bæði að og frá Höfðatorgi. Hægt er að keyra hringinn í kringum Höfðatorg. Aðgengi að bílakjallara er frá torginu er bæði fra Þórunnartúni og Katrínartúni. Innangengt er í öll húsin á Höfðatorgi úr bílageymslunni.
Bílakjallari Höfðatorgs er sameiginlegur fyrir allt Höfðatorg á tveimur og þremur hæðum. Inn - og útakstur er frá Katrínartúni og Þórunnartúni. Bílakjallari er aðgangsstýrður.

Bílastæði verða ekki seld með íbúðum en kaupendur geta munu geta tryggt sér afnotarétt af bílastæðum í bílakjallaranum gegn föstu mánaðargjaldi. Hérna eru alltaf næg bílastæði fyrir gesti þar sem öllum stendur til boða að leggja í bílakjallaranum gegn gjaldi fyrir hverja notkun.
Heildarlóðin er sameigninleg með sex húsum sem mynda eina heild á lóðinni og eru byggð utan um torgið og göngugöturnar.
Kaupendur greiða skipulagsgjald 0,3% af endanlegu brunabótamati þegar það verður innheimt.

Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa íbúð á sölu. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

106,4 m2 2 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 59.400.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 57.800.000 ISK
Brunabótamat 0 ISK
Stærð 106,4 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 2
Byggingarár 2018
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 249.480 ISK
Útborgun** 11.880.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)