Skeiðarvogur 147 - 44.900.000 ISK

fjölbýlishús - 104 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

5 herbergja risíbúð (3 svefnherbergi og 2 stofur) með sameiginlegum inngangi í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin er björt og vel skipulögð með stóra glugga. Eignin er skráð 84,3 fm og að auki er geymsluris yfir íbúðinni.

Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni

Lýsing eignar:
Gengið er inn um sameiginlegan inngang og upp stiga. Komið er inn á gang með harðparketi og lausum skáp sem getur fylgt. 3 svefnherbergi, öll með harðparketi. Hjónaherbergi er rúmgott með innbyggðum skápum og annað barnaherbergið með lausum skáp sem getur fylgt. Baðherbergi er með flísalögðu gólfi og upp hluta af veggjum, baðkar, hvít innrétting, gluggi og tengi fyrir þvottavél. Eldhús var endurnýjað 2017, L-laga innrétting, efri og neðri skápar auk skúffueininga á 3ja veggnum, flísar á gólfi og tengi fyrir uppþvottavél. 2 samliggjandi stofur með harðparketi á gólfi, gengið út svalir sem snúa yfir garðinn. Einnig er fallegur franskur stofugluggi í hinni stofunni.
Geymsluris er yfir allri íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús er í sameign.

Staðsetningin er með þeim betri á höfuðborgarsvæðinu:
Íbúðin er staðsett við hliðina á Laugardalnum með öllum sínum möguleikum og þjónustu. Líkamsræktarstöðin Hreyfing er í göngufæri sem og Skeifan og Fáka- og Faxafen með öllum sínum verslunum og þjónustu. 3 Bónusverslanir eru í göngufæri. Mjög mikið af hjóla- og gönguleiðum í allar áttir og ekki nema nokkrar mínútur að hjóla eða hlaupa upp í Elliðadalinn.

2017 var eldhús endurnýjað, ný innrétting, flísar og bakaraofn, einnig harðparket og innihurðir.
2004 var skolp og dren endurnýjað.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma: 863-0402


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

84,3 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 44.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 39.250.000 ISK
Brunabótamat 25.150.000 ISK
Stærð 84,3 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1957
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 188.580 ISK
Útborgun** 8.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)