Langahlíð 21 - 34.500.000 ISK

fjölbýlishús - 105 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

***Langahlíð 21 seldist á einu opnu húsi og er í fjármögnunarferli. Ertu í söluhugleiðingum? Kynntu þér hvað við erum að gera. Sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða sláðu á þráðinn í 863-0402 og pantaðu skuldbindingarlausa ráðgjöf.
Mikill áhugi var á eigninni og fengu færri en vildu. Erum með langan lista af kaupendum sem leita af sambærilegum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík. 2ja-3ja herbergja með útleigumöguleika. ***

Rómantísk íbúð í Hlíðunum sem heillar


Smelltu hér til að sjá myndband fyrir eignina
Smelltu hér til að sjá teikningar af eigninni


Þessi rómantíska og fallega íbúð stendur við Lönguhlíð 21 á annari hæð. Hér er tækifæri til að gera snotra íbúð að sinni og láta sköpunarhæfileikana ráða för. Hlíðarnar eru draumastaður margra og eru á einum besta stað borgarinnar, hinum megin við Klambratún og Kjarvalsstaði þar sem menningarlífið blómstrar. Miðjunni þar sem allt er gerast, stutt í miðbæinn og steinsar frá Kringlunni. Leik- og grunnskólar eru í göngufæri og einnig er Menntaskólinn í Hamrahlíð skammt undan. Háskólinn í Reykjavík með öllu sínu framboði er einnig handan við hornið. Öflugt íþróttalíf á Hlíðarenda þar sem Valur heldur úti fjölbreyttu íþróttastarfi með miklu krafti. Öskjuhlíðin, Nauthólsvíkin og fleiri útivistarperlur eru stutt frá og það má með sanni segja að það sé mikið framboð af afþreyingu í hverfinu Fjölmargar göngu- og hjólaleiðir eru til staðar og stórar samgönguæðar til allra átta sem er mikill kostur.

Komið er inn í íbúðina á flísalagðan, ílangan gang þar sem hvíti liturinn er í forgrunni. Inn af ganginum er eldhús þar sem hvíti liturinn er alls ráðandi og einföld hvít innrétting prýðir einn vegg eldhússins. Hvítar flísar eru á gólfi og ágætis rými fyrir huggulegan borðkrók til staðar og jafnvel bæta við innréttingu.
Baðherbergið er í sannkölluðum retróstíl þar sem pastelgrænar flísar prýða veggina upp til hálfs á móti hvítum veggjum. Grár gólfdúkur með marmara áferð er á gólfi og gefur rýminu ákveðna dýpt. Baðkar er til staðar og lítil hugguleg hilla með spegli er fyrir ofan vask.
Rúmgott hjónaherbergi fylgir íbúðinni sem hægt er að skipuleggja enn betur og nýta rýmið til fulls. Til staðar er fataskápur og parket er á gólfi.
Stór og falleg stofa er til staðar og er mikið augnakonfekt fyrir íbúðina með útgengi á skemmtilegar bogadregnar svalir sem heilla. Ákveðinn sjarmi er yfir svölunum sem gera íbúðina áhugaverðari fyrir vikið.
Í sameign er sérgeymsla, hjólageymsla og sameiginlegt þvottahús og í risinu er sérherbergi og sameiginlegt salerni.

Hér er um að ræða eign á rómantísku stað í Hlíðunum sem hægt er að gera að sínu og láta hjartað ráða för. Staðsetningin gefur möguleika á ýmis konar afþreyingu og ekki síst til fara fótgangandi sem víðast.

Þessi snotra íbúð er 80,9 fermetrar að stærð. Íbúðin sjálf er 68 fm, geymsla í sameign er 6,6 fm og geymslan í risinu er 6,3 fm. Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa íbúð á sölu.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar


Kíktu á Húsaskjól á Facebook
Kíktu á vefsíðu Húsaskjóls

80,9 m2 1 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 34.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 36.750.000 ISK
Brunabótamat 24.000.000 ISK
Stærð 80,9 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 1947
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 144.900 ISK
Útborgun** 6.900.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)