Háaleitisbraut 119 - 47.500.000 ISK

fjölbýlishús - 108 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA OG BÓKA EINKA SÝNINGU.

Sökum samkomubanns frá 15. Mars n.k. verða engin opin hús haldin á vegum Húsaskjóls fasteignasölu. Við bjóðum öllum í fasteignahugleiðingum upp á stakar sýningar í staðinn. Einnig verður hægt að bóka netsýningu fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Vinsamlegast bókið skoðun í email: asdis@husaskjol.is eða síma 863-0402. Brosum og munum handþvottinn og að sýna gagnkvæma tillitssemi

Á fallegum og grónum stað í Háaleitinu

Smelltu hér til að sjá eignamyndband af eigninni
Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni
Þessa fjölskylduvænu og huggulegu íbúð er að finna við Háaleitisbraut 119 á annari hæð í fjölbýlishúsi. Staðsetningin er miðsvæðis og öll grunnþjónusta í nánd. Góðir leik- og grunnskólar auk þess sem stutt í er í góðan verslunarkjarna í Háaleitinu, einnig er stutt í Kringluna og samgönguæðar eins og best verður á kosið til allra átta. Jafnframt eru fjölmargar hjólaleiðir til staðar og stutt að hjóla í Laugardalinn, Perluna og Nauthólsvíkina svo dæmi séu tekin. Umhverfið er gróið og snyrtilegt og aðkoman góð að fjölbýlishúsinu.

Gengið er í inn í íbúðina í huggulegt hol með fataskáp og plastparketi á gólfi. Rýmið er bjart og rúmgott og innkoman hlý. Holið tengir saman öll rými íbúðarinnar og er miðjan. Inn af holinu er geymsla með hillum sem kemur sér vel fyrir skipulagið.

Eldhúsið er með klassískt skipulag, með u-laga uppsetningu á hvítum og stílhreinum innréttingum. Innréttingin er rúmgóð, bæði með neðri og efri skápum og hirsluplássið gott. Í eldhúsinu er borðkrókur sem kemur sér vel. Á gólfi er snyrtilegur gólfdúkur.

Stofan er rúmgóð og björt, með stórum gluggum og harðparketi á gólfi. Hvíti liturinn er í forgrunni í stofunni líkt og í eldhúsinu. Úr stofu er útgengt á suðursvalir. Gluggana prýða stílhreinar strimlagardínur sem koma vel út og lyfta upp rýminu.

Á baðherberginu eru ljósar flísar á veggjum með hrjúfri áferð og skraut flísum inná á milli. Á gólfinu eru dökkgráar flísar með fallegri áferð sem tóna vel saman við flísarnar á veggnum og mynda heildarsvip á litapalettuna. Á baðherberginu er hvít innrétting með svargrárri borðplötu sem kemur vel út. Til staðar er baðkar með sturtu og jafnframt er tenging fyrir þvottavél og þurrkara sem er kostur fyrir heimilisfólk.
Þrjú svefnherbergi eru til staðar, tvö barnaherbergi og eitt hjónaherbergi. Hjónaherbegið er rúmgott með harðparketi á gólfi og góðu skápaplássi. Bæði barnaherbergin eru rúmgóð með harðparketi á gólfi. Fataskápur er til staðar í öðru barnaherberginu. Hvíti liturinn er allsráðandi í öllum herbergjum og stílhreint yfirbragð til staðar.

Íbúðinni fylgir bílskúrsréttur og í sameign er hjóla- og vagnageymsla fyrir alla auk sérgeymslu fyrir íbúðina.

Þessi huggulega og fjölskylduvæna íbúð er 116,3 fermetrar að stærð, þarf af er geymslan í sameign 5,4 fm. Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa íbúð á sölu.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is Sjón er sögu ríkari.

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

116,3 m2 3 svefnherbergi 0 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 47.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 45.650.000 ISK
Brunabótamat 34.050.000 ISK
Stærð 116,3 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 0
Byggingarár 1965
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 199.500 ISK
Útborgun** 9.500.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)