Laufásvegur 54 - 69.700.000 ISK

hæð - 101 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Laufásvegur 54 er seldur og er í fjármögnunarferli. Mikil eftirspurn er eftir sérhæðum í 101,105 og 107. Við erum með 23 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegri eign. Margir búnir að selja og komnir með greiðslumat.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar


Viltu vita hvað okkar viðskiptavinir hafa að segja: Smelltu hér til að lesa umsagnir viðskiptavina
Viltu vera með puttann á fasteignapúslsinum: Smelltu hér til að skrá þig á fréttabréfið okkar

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA OG BÓKA SÝNINGU.

Einstaklega falleg og stílhrein hæð á Laufásvegnum sem heillar. Sérinngangur, 2 svefnherbergi, gestabaðherbergi. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni
Húsið var múrviðgert og málað að utan í sumar og einnig voru gluggar endurnýjaðir. Allar vatns- og raflagnir innan íbúðar voru endurnýjaðar 2006.
Eingöngu þrjár íbúðir í húsinu og því bara ein íbúð á hæð.


Smelltu hér til að sjá teikningar af eigninni.

Þessi fágaða og stílhreina hæð stendur við Laufásveg 54 í reisulegu, hvítmáluðu húsi sem fangar augað. Húsinu fylgir stór og fallegur, gróinn garður sem gleður augað og minnir á gamla tímann. Hæðin er á fyrstu hæð og gengið er inn í bjarta og rúmgóða forstofu þar sem hvíti liturinn er í forgrunni. Góður fataskápur, með speglum og viðarhurðum í forstofunni og stækkar rýmið til muna. Innaf forstofu er gestabaðherbergi.

Í opnu og björtu rými eru samliggjandi stofur, stofa og borðstofa ásamt eldhúsi. Eldhúsið er einstaklega fallegt og vel hannað þar sem stílhreint yfirbragð hefur vinninginn og hvíti liturinn er í forgrunni. Fallegar hvítar, háglans innréttingar prýða rýmið. Snotur eyja er í hjarta eldhússins. Hún er með gaseldavél sem gleður sælkera kokka sem vilja njóta við eldamennskuna. Eldhúsið nýtist afar vel og er vel skipulagt í alla staði þar sem fagurfræðin og notagildið koma saman með góðri útkomu.
Borðstofan er hin fegursta, stór og björt. Í henni eru bogadregnir og stórir gluggar sem setja svip sinn á borðstofuna sem og eignina að utanverðu. Á gólfi er fallegt, klassískt parket og hvíti liturinn er allsráðandi í opna rýminu. Í framhaldinu kemur stofan sem er stílhrein og bæði litapalletta og gólfefni flæða áfram og gera fallegt heildarútlit.
Sjónvarpshol með innbyggðum hillum er til staðar og mikið er lagt upp úr innbyggðum viðarhillum sem brjóta upp hvíta grunnlitinn sem er allsráðandi á hæðinni.
Tvö rúmgóð herbergi fylgja eigninni. Rúmgott og bjart hjónaherbergi með innangengt á baðhergi með góðum skápum og glugga. Baðherbergið er föngulegt þar sem jarðlitir flæða saman með við og hvítt. Baðherbergið er flísalagt með jarðlituðum flísum og viðarinnréttingin smellpassar í rýmið. Bæði sturta og baðkar eru til staðar og viðarinnrétting tengir saman litapallettuna, hvíta litinn og jarðlituðu flísarnar þar sem hlýleikinn er í fyrirrúmi.
Hitt svefnherbergið er með góðu skápaplássi, stórum og björtum gluggum og rými sem nýtist til fulls. Búið að skipta því upp með léttum vegg þannig að innra rýmið nýtist sem svefnherbergi og ytra rýmið sem vinnuherbergi.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla.
Hér er um að ræða eign, í einni fallegustu og rómantísku götu miðborgarinnar, Laufásvegi. Gatan er þekkt fyrir fegurð og rómantík og staðsetningin er ein sú besta sem völ er á í miðborginni. Þetta er eign sem enginn vill láta framhjá sér fara. Hæðin er 107,6 fermetrar að stærð og þarf af er geymslan í sameign 8 fm. Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa eign á sölu.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Frá upphafi byggðar í Reykjavík hefur elsti hluti hennar, miðbærinn, verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir alla landsmenn. Í hjarta borgarinnar, miðbænum er að finna fjölbreytt úrval verslana, veitinga- og kaffihúsa, auk margskonar menningartengdri þjónustu. Mikil uppbygging hefur verið í miðbænum undanfarin ár og stendur enn.

Að búa í 101 Reykjavík er eftirsóknarvert fyrir marga og öll þjónusta og verslun í göngufæri. Helstu götur miðbæjarins hafa verið endurbættar og má þar nefna Hverfisgötu, Laugaveg og nærliggjandi götur og reiti sem hafa verið í mikilli enduruppbyggingu síðustu ár og Hljómalindarreitinn sem hefur tekið stórkostlegum breytingum og laðar að mannlíf. Laugavegurinn er ein helsta verslunargata Reykjavíkur. Við nærliggjandi götur eru fjöldi verslana, kaffihúsa, veitingastaða, gallería og önnur starfsemi sem hvetur til iðandi mannlífs og menningar. Endurbæturnar laða að fólk og styður betur við verslun og þjónustu sem veitt er á svæðinu, auk þess að krydda mannlífið.
Hægt er að nálgast fjölbreyta þjónustu í allar áttir og það má með sanni segja að þjónustan og menningarlífið blómstri allt í kring. Meðal annars má nefna Hlemm, þar sem nýlega opnaði Mathöll og í miðbænum sem má finna allt milli himins og jarðar. Menningarlífið er skammt undan og má þar meðal annars nefna Borgarbókasafnið við Tryggvagötu, Listasafn Íslands, Ásmundarsal við Freyjugötu, Kjarvalsstaðir og Klambratúnið eru á svæðinu, þar er að finna bæði kaffihús og almenningsgarð sem iðar af mannlífi. Á Klambratúnin er hægt að stunda ýmsar íþróttir og hreyfingu og má þar nefna körfubolta, fótbolta, frisbígolf. Einnig er þar leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina sem er mikill kostur fyrir fjölskyldufólk. Stórir vinnustaðir eru margir þarna í kring á má þar meðal annars nefna Landspítalann við Hringbraut.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

107,6 m2 2 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund hæð
Verð 69.700.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 60.650.000 ISK
Brunabótamat 32.650.000 ISK
Stærð 107,6 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 2
Byggingarár 1923
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 292.740 ISK
Útborgun** 13.940.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)