Ás v Vindásgil 0 - 19.900.000 ISK

sumarhús - 276 Mosfellsbær

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI***
Mjög mikill áhugi var á eigninni. Erum með 17 kaupendur sem eru að leita að sumarhúsi nálægt borginni.


Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

HÚSASKJÓL OG ÁSDÍS RÓSA LGF KYNNA EINSTAKT HÚS VIÐ BORGARMÖRKIN. Sannkölluð sveit í borg fyrir þá sem vilja vera fljótir í sumarbústaðinn eða vilja búa rétt fyrir utan borgina. Ás við Vindásgil í Miðdal í Kjós.

Húsið er skráð 50 fm og er tvílyft og efri hæðin virðist að mestu óskráð.
Komið er inn í forstofu og svo hol með fatahengi. Stofa, borðstofa og eldhús eru í rúmgóðu og björtu alrými með stórum gluggum og kaminu.
1 svefnherbergi er á neðri hæðinni auk baðherbergis og geymslu.
Úr forstofunni er gengið upp stiga og þar tekur við opið hol með svefnrýmum og 2 lokuð herbergi. Mjög stórir gluggar eru á efri hæðinni.

Lóðin er 3000 fm leigulóð og fallegur lækur rennur í gegnum lóðina. Húsið er steni-klætt að utan en þarf að mála tréverk. Við hlið hússins er búið að byggja geymsluhús sem er um 8 fm fyrir hjól og garðhúsgögn. Sólpallur er við húsið.
Hitaveita er nýlega komin á svæðið og því eru allir ofnar nýlegir og lagnir utanáliggjandi. Nýbúið að leggja nýja kaldavatnslögn úr vatnsbóli úr Esju. Lagt rör fyrir ljósleiðara að bústað.

Sumarhúsið Ás í Miðdal í Kjós er um 40 km frá Rvík.
Stendur í friðsælum dal sem er með gegnumkeyrslu frá aðalvegi inn Hvalfjörðinn.
Húsið stendur á litlu sameiginlegu frístundasvæði.
Sveitin er landbúnaðarhérað en mikið af sumarhúsabyggðum víða í sveitinni.
Meðalfellsvatn er um 10 km innar í sveitinni. Við það stendur “ Kaffi Kjós” sem er lítil verslun, veitingasala og krá.
Möguleikar til útivistar eru miklir og stutt í fegurð Hvalfjarðar.
Golfvöllur er við Brautarholt á Kjalarnesi, 10- 15 mín keyrsla þangað.
Á leiðinni upp í Kjós er Grundarhverfi á Kjalarnesi, þar sem m.a. er sundlaug, bensínsala, leik- og grunnskóli og lítil verslun.
Stutt er að skreppa á Akranes sem og í Mosfellsbær í sund, verslun ofl.


*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala. netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

58,8 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund sumarhús
Verð 19.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 14.800.000 ISK
Brunabótamat 20.840.000 ISK
Stærð 58,8 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1988
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 83.580 ISK
Útborgun** 3.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)