Laufengi 4 - 46.900.000 ISK

fjölbýlishús - 112 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

ÞESSI VAR FLJÓT AÐ FARA OG SELDIST Á EINU OPNU HÚSI. LAUFENGI 4 ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.

Mjög mikill áhugi var á eigninni. Erum með 37 kaupendur sem eru að leita að 3ja - 4ra herbergja íbúð í 110,112 og 113. Margir fyrstu kaupendur sem þurfa ekki að gera fyrirvara um sölu. Sérstaklega með sérinngangi, jarðhæð og palli.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar


4ra herbergja íbúð á jarðhæð með stæði í bílageymslu og útgengi á sérpall.

Smelltu hér til að sjá eignamyndband af Laufengi 4

Smelltu hér til að sjá teikningar fyrir eignina.

4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð við Laufengi 4 í Grafarvogi á bezta stað. Staðsetning er draumastaðsetning fyrir fjölskyldur þar sem öll þjónusta og afþreying er í nánd. Hverfið er rótgróið og fallegt og margar frábærar gönguleiðir til staðar. Hægt er að njóta náttúrufegurðar úr öllum áttum. Stutt er að fara niður í Geldingarnesið þar sem náttúran skartar sínu fegursta allan ársins hring. Einnig eru fjölmargar hlaupa- og hjólaleiðir sem er mikill kostur og kyndir undir heilbrigðan og umhverfisvænan lífstíl. Verslunarkjarni er til staðar, Spöngin og Egilshöllin er í um það bil sjö mínútna göngufjarlægð þar sem allt er til alls, íþróttir og tómstundir, kvikmynda, keila og veitingastaður. Allt til alls í seilingarfjarlægð.

Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi og þaðan er komið inn í stofu með harðparketi, útgengt á stóran L-laga pall. Eldhús er með innréttingu á 2 veggjum, efri og neðri skápar, flísar á gólfi sem og á milli skápa, borðkrókur og gluggar. Þvottahús er innaf eldhúsi sem er mikill kostur, flísar á gólfi, hillur og snúrur. 3 svefnherbergi, öll með harðparketi og 2 með lausum skápum. Baðherbergi er alveg endurnýjað nema salerni og gólfflísar. Flísalagt í hólf og gólf, bæði baðkar og sturta, handklæðaofn.
Sérgeymsla er við hlið íbúðar og í sameign er einnig hjóla- og vagnageymsla. Merkt stæði í bílakjallara.

Íbúðin er 104,3 fermetrar að stærð, auk sérgeymslunnar sem er óskráð. Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa eign á sölu. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

104,3 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 46.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 43.100.000 ISK
Brunabótamat 38.680.000 ISK
Stærð 104,3 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1993
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 196.980 ISK
Útborgun** 9.380.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)