Akrasel 37 - 89.500.000 ISK

einbýlishús - 109 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

ÞESSI VAR FLJÓT AÐ FARA OG SELDIST Á EINU OPNU HÚSI. AKRASEL 37 ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.

Mjög mikill áhugi var á eigninni. Erum með 38 kaupendur sem eru að leita að sérbýli í Seljahverfi. Mikill kostur ef það er aukaíbúð. Margir eru að stækka við sig innan hverfis og því möguleiki á að skipta í minni eign.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ BÓKA TÍMA Í SÖLUSKOÐUN OG PANTA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA.

Einbýlishús á 2 hæðum með stúdíóíbúð og rúmgóðum bílskúr á fjölskylduvænum og grónum stað í Seljahverfinu. Húsið hefur fengið gott viðhald hjá núverandi eigendum.

Smelltu hér til þess að sjá teikningar af eigninni

Þetta skemmtilega einbýlishús á tveimur hæðum stendur á góðum stað í Seljahverfinu við Akrasel 37. Hverfið er gróið og góðir skólar í nánd. Stutt er í alla grunnþjónustu og fjölbreytt þjónusta til staðar. Staðsetningin er einkum góð þegar horft er til samgönguleiða. Einnig er stutt í náttúruna og fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir til allra átta. Gróinn og hlýlegur garður umlykur húsið og stórt og gott hellulagt bílaplan með hita er fyrir framan bílskúrinn. Mikið útsýni er frá efri hæð hússins og er skjólveggurinn í kringum pallinn hannaður þannig að útsýnið njóti sín, til að mynda er glerveggur efst. Fjölmargir möguleikar eru fyrir hendi til að nýta útisvæðið enn frekar og auka nýtingarmöguleika eignarinnar. Núverandi eigendur keyptu eignina 2004 og hefur hún verið mikið endurnýjuð og verið vel við haldið.

Gengið er upp steyptar tröppur og komið inn í forstofu með flísum á gólfi og gólfhita, það er gengið til hægri í stofu og eldhús og vinstri á svefnherbergisgang og baðherbergi. Stofan er rúmgóð og nýtist sem bæði sem stofa og borðstofa (sem er einnig tengd eldhúsinu). Frá stofunni er gengið út á mjög stóran sólpall með heitum potti og markísu yfir sófasetti. Mikil vinna hefur verið lögð í útisvæðið til að það nýtist sem best og er frábært útsýni frá pallinum. Kofi er í garðinum auk garðverkfærageymsla. Eldhúsið er mjög rúmgott. Eldhúsinnréttingin er úr U-laga og úr hlyn. Hún er hönnuð af eiganda og sérsmíðuð af Brúnás. Mikil áhersla var lögð á það væri góð vinnuaðstaða sem og góð tenging við gesti og gangandi, kvörn í eldhúsvaski og innbyggð uppþvottavél. Tæki eru frá Eirvík. Eldavél og háfur eru 90 sm og blæs háfurinn út. Ísskápurinn er tvöfaldur. Mjög gott skápapláss og m.a. tækjaskápur, töfrahorn og pottahálfmáni. Parket er á stofu og eldhúsi er úr hlyn. Svefnherbergisgangurinn er með þremur svefnherbergjum (voru áður fjögur) og endurnýjuðu baðherbergi. Öll herbergin eru með eikarparketi og tvö með föstum skápum. Baðherbergið er endurnýjað, gólfið er flotað og lakkað með hita í gólfi, hvít innrétting, stór sturta, upphengt salerni, handklæðaofn og vifta sem blæs út.

Gengið er niður steyptan stiga á neðri hæð. Á stigapalli er hitagrindin fyrir pottinn og því auðvelt að setja hann í gang innandyra.
Komið er ínn í hol með plastparketi. Innangengt í mjög rúmgóðan bílskúr með gluggum og máluðu gólfi, kalt vatn í bílskúr og gönguhurð. Lítil geymsla undir stiga með hillum. Frá holi er síðan gengið inn í rými og þaðan annars vegar inn í stúdíóíbúð og hins vegar þvottahús. Sérinngangur er inn í þetta rými af bílaplani. Möguleiki væri að flytja þvottahúsið í bílskúrinn og stækka þannig stúdíóíbúðina. Hiti er í bílaplani og ná leiðslur út fyrir tröppur og eru undir stétt fyrir framan geymsluna.

Þetta skemmtilega hús er kjörið fjölskylduhreiður þar sem huggulegheitin eru til staðar og umhverfið gróið og nærandi sem er heillandi umhverfi fyrir fjölskyldur á öllum aldri. Stærð hússins er 215,8 fermetrar (þar af bílskúr 35.3 fm).

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

215,8 m2 4 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund einbýlishús
Verð 89.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 76.350.000 ISK
Brunabótamat 67.850.000 ISK
Stærð 215,8 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 1976
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 375.900 ISK
Útborgun** 17.900.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)