Gnoðarvogur 20 - 35.900.000 ISK - 64 ferm. - 2 herbergi

fjölbýlishús - 104 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Gnoðarvogur 20 er seldur. Mjög mikil eftirspurn er eftir 2ja-3ja herbergja íbúðum í 104, 105 og 108. Við erum með 20 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegri eign. Langflestir að kaupa sína fyrstu íbúð, búnir með greiðslumat og tilbúnir að kaupa.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð?
Skráðu þig á mínar síður og vertu fyrstur til að fá fréttirnar: Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar


2ja herbergja endaíbúð á 4. hæð. Bæði íbúð og hús hafa verið mikið endurnýjuð. Eignin er skráð 64 fm. þar af geymslan 4,6 fm. Íbúðin er mjög vel skipulögð og nýtist afar vel.

Lýsing eignar:
Gengið er inn í forstofu/hol með parketi á gólfi, fataskáp og geymsluskáp. Búið er að opna milli eldhús og stofu, innrétting á 2 veggjum, efri og neðri skápar innbyggður ísskápur og uppþvottavél og borðkrókur við glugga, parket á gólfi. Stofan er mjög björt með parketi á gólfi, gengið út á vestursvalir. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, innrétting og gluggi. Svefnherbergi er mjög rúmgott, parkett á gólfi og fataskápur.
Í sameign er sérgeymsla, sameiginlegt þvottahús þar sem hver er með sína þvottavél og hjóla- og vagnageymsla.

Endurbætur:
2016
Nýtt eldhús, nýtt harðparket á stofu, eldhús og herbergi, nýir skápar og vaskur á bað, nýr skápur í forstofu, bílaplan malbikað
2018 Nýjar útihurðir, nýr dyrasími, skipt um glugga í eldhúsi, skipt um svalahurð, skipt um gler í glugga á baðherbergi, allt tréverk og gluggar málað að utan, múviðgerðir/málun á jarðhæð
2019 Vesturhlið húsins máluð,
2020 Skipt um hurðir í íbúð.

Staðsetningin er með þeim betri á höfuðborgarsvæðinu:
Íbúðin er staðsett við hliðina á Laugardalnum með öllum sínum möguleikum og þjónustu. Líkamsræktarstöðin Hreyfing er í göngufæri sem og Skeifan og Fáka- og Faxafen með öllum sínum verslunum og þjónustu, margar matvöruverslanir eru í göngufæri. Mjög mikið af hjóla- og gönguleiðum í allar áttir og ekki nema nokkrar mínútur að hjóla eða hlaupa upp í Elliðadalinn.

Allar nánari upplýsingar veitir Auðun Ólafsson, löggiltur fasteignasali í email: audun@husaskjol.is eða í síma: 894-1976

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

64 m2 1 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 35.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 32.300.000 ISK
Brunabótamat 24.400.000 ISK
Stærð 64 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 1959
Lyfta nei
Bílskúr nei
Garður
Greiðslubyrði* 150.780 ISK
Útborgun** 7.180.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)