Reynimelur 35 - 132.000.000 kr - 206,9 ferm. - 5 herbergi

Hæð - 107 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** Eignin er seld með fyrirvara ***

veglega efri sérhæð 134 fm, 6 herbergja, auk séreignarhluta í kjallara alls 46,7 fm og 50% hlutdeildar í 50,4 fm bílskúr.  Samtals er flatarmál eignarinnar 180,7 fm auk sameignar.  Húsið er tvíbýlishús, það hefur fengið gott viðhald, húsið var endursteinað 2004-2006 og fékk viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir vel heppnaðar viðhalds framkvæmdir.
Ofangreindar fm tölur eru samkvæmt nýjum eignaskiptasamningi sem er í samþykktarferli hjá Reykjavíkurborg og fer síðan í þinglýsingu.


Nánari lýsing:
Inngangur er sameiginlegur, gengið er upp flísalagðan stiga, eina og hálfa hæð. Af stigapalli er gengið beint inn í rúmgott herbergi, notað í dag sem skrifstofa.  Af stigapallinum er gengið inn í miðrými íbúðar með fallegum steindum glugga í lofti, svo dagsbirta flæðir inn í rýmið. Baðherbergið er skipt, wc í sérherbergi og baðaðstaða í öðru.  Hjónaherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi.  Herbergi 2 er notað sem sjónvarpsherbergi, rúmgott.  Setustofu og borðstofu er skipt með fallegum innfelldum rennihurðum. Útgengi á svalir er frá borðstofu.  Eldhúsið er með góðri vinnuaðstöðu og borðkrók.
Gólfefni íbúðar er parket, nema á miðrými, herbergi 2 og eldhúsi og baðherbergjum, þar eru flísar.  

Kjallari:
Séreign í kjallara telur 22,5 fm herbergi með 4,1 fm geymslu innaf, 11,4 fm geymslu og  8,7 fm geymslu.  
Sameign í kjalla telur, miðrými með flísum á gólfi, stórt þvottahús með flísum á gólfi, sameiginlegt wc og geymslu.
Frá kjallara er útgengi á lóð, að sameiginlegum bílskúr með hleðslustöðvum og geymslu innaf.  Bílskúrinn er með rafmagnsopnara á bílskúrshurð, er 50,4 fm óskipt sameign, eignarhlutfall hvorrar íbúðar er 50%.

Garður er vel gróinn og hirtur, útitröppur, gangstétt að framan og bílastæði eru með snjóbræðslu, affall frá húsi.

Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Kristinn Jónasson lgfs , gudbrandur@husaskjol.is gsm 896 3328


 

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

206,9 m2 3 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund Hæð
Verð 132.000.000 kr
Áhvílandi 0 kr
Fasteignamat 111.400.000 kr
Brunabótamat 86.010.000 kr
Stærð 206,9 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1939
Lyfta nei
Bílskúr
Bílskýli nei
Garður
Greiðslubyrði* 554.400 kr
Útborgun** 26.400.000 kr
Skráð 26.10.2023

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)